Í kaffi hjá Petrínu Rós

Petrína Rós karlsdóttir með barnabörnunum leiðsögumaður frönskukennari Clafouti ávaxtapæ frakkland franskur matur tertur pæ frönsk peruterta baka
Petrína Rós með barnabörnunum, systrunum Karólínu og Ísold Thoroddsen.

Í kaffi hjá Petrínu Rós

Um aldamótin þegar ég fór að stússast í sögu franskra sjómanna voru margir sem hjálpuðu til, annars hefði þetta aldrei gengið. Petrina Rós Karlsdóttir leiðsögukona og þýðandi var ein þeirra sem lagðist á árar, var bæði hvetjandi og hjálpsöm á margan hátt. Aðalstarf Petrínu er að kenna menntaskólanemendum frönsku svo fær hún barnabörnin í heimsókn vikulega og kennir þeim frönsku, frönskukennslan í þessari viku snérist um franska matseld, franskar tertur og pæ.

PETRÍNA RÓSFRAKKLANDFRANSKIR SJÓMENNPERUTERTURÁVAXTATERTURPÖNNUKÖKUR

.

Frönsk peruterta

Frönsk peruterta

Þessi terta er sígild á mínu heimili og maður fær hreinlega ekki leið á henni því hún er einföld og fljótleg og heilsusamleg, góð bæði heit og köld!”

Undirbúningstími: 20 mín + bökun 25- 35 mín við 200°C í heitum ofni (blásturs)

Frönsk peruterta

Deig: hægt að nota tilbúið deig eða
Uppskrift :
150 g hveiti/spelt
50 g sykur /hrásykur/vanillusykur
1 egg
1 msk volgt vatn
2 tsk vanilludropar
125 g smjör/olía/smjörlíki
Hnoðað og látið standa smástund 10 mín u.þ.b.

Fylling:
2 -3 meðalstórar perur (skrældar og skornar í 4 hluta, tekið innan úr þeim)
eða 4 -5 perur úr dós (1/2 dós )
1 dós sýrður rjómi eða jurtarjómi 200ml
1 egg
30 g möndluflögur/mjöl eða eftir smekk (má sleppa)
50 g sykur/ hrásykur/vanillusykur/
vanillustöng ( 2sm)
Hrært með gaffli.

Deigið flatt út í form 25 sm stungið með gaffli, perum raðað í stjörnu (passa að hafa bita ekki of stóra) og fyllingunni hellt yfir. Látið bakast í 25- 35 mín. Þar til er orðið smá dökkt.

*Spariterta: Hægt er að búa til ávaxtakökur með öðrum ávöxtum svo sem apríkósum, ferskjum, plómum bæði úr dós og ferskum en þá verður að gæta þess að taka steina og hýðið af.

Hægt er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma eða ís og borða heita eða kalda.

Clafouti ávaxtapæ

Clafouti ávaxtapæ

Kaka sem er tilvalið að gera með börnum og í bústaðnum.”
Undirbúningstími: 20 mín + bökun, 35-40 mín við 200°C í heitum ofni (blásturs)

Clafouti ávaxtapæ

Hráefni:
Deig: Pönnukökudeig með a.m.k. 3-4 eggjum
Fylling:
Epli, perur, apríkósur, ferskjur jafnvel bananar það sem til er. Ávextir skornir niður í bita settir í eldfast mót. Deiginu hellt yfir.
Látið bakast í 40-50 mín eftir ofni, á meðal hita 200°C.

Petrína með Clafouti ávaxtapæ
Frönsk peruterta

PETRÍNA RÓSFRAKKLANDFRANSKIR SJÓMENNPERUTERTURÁVAXTATERTURPÖNNUKÖKUR

— Í KAFFI HJÁ PETRÍNU RÓS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.