Safarík kókoskaka með appelsínukeim

Safarík kókoskaka með appelsínukeim orange cake appelsínuterta appelsínukaka orangecake kókosterta vilborg eiríksdóttir
Vilborg með safaríka kókosköku með appelsínukeim, vínarbrauð og snúðaköku.

Safarík kókoskaka með appelsínukeim

Vilborg systir mín bakaði í safaríka kókosköku með appelsínukeim. Kaka sem vel má mæla með, hún er án gríns safarík. Við Gunna Stína fréttum af kökubakstrinum og buðum okkur í kaffi #baraeinsogmaðurgerir

VILBORGAPPELSÍNUTERTURVÍNARBRAUÐGUNNA STÍNA

.

Safarík kókoskaka með appelsínukeim

Uppskrift (einn botn):

Safarík kókoskaka með appelsínukeim

100 g smjör/smjörlíki

2 egg

1 ½ dl sykur

rifinn börkur af 1 appelsínu

3 msk appelsínusafi

2 ½ dl kókosmjöl

¾ dl hveiti

1 tsk lyftiduft

Ofn stilltur á 170°C. 

Smjör/smjörlíki brætt og látið kólna. Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Appelsínan skoluð vel og burstuð áður en börkurinn er rifinn (ath að skilja þetta hvíta eftir). Blandið saman kókosmjöli, hveiti og lyftidufti og setjið saman við eggjasoppuna, ásamt rifnum berki, appelsínusafa og brædda smjörinu/smjörlíkinu. Hrært vel saman og sett í kringlótt form ca 24 cm. Best er að nota form með lausum kanti. 

Kakan er bökuð í neðri hluta (næsta rim fyrir neðan miðju) ofnsins í u.þ.b. 30 mínútur.

Þessi kaka getur bæði verið hversdagskaka, einfaldur botn með glassúr (1 dl flórsykur, 1 tsk kakó, 2 msk appelsínusafi) eða sunnudagsútgáfa með tveimur botnum og t.d. rjómaostakremi á milli og ofaná.

Krem:

250-300 g hreinn rjómaostur

ca 400 g flórsykur

safi úr einni sítrónu

vanilludropar

Byrjið á að hræra rjómaostinn mjúkan, bætið svo flórsykrinum við í smáslöttum, sítrónusafinn og droparnir settir í að lokum. Smakkið til. Skreytið að vild.

Safarík kókoskaka með appelsínukeim
Albert, Gunna Stína og Vilborg

VILBORGAPPELSÍNUTERTURVÍNARBRAUÐGUNNA STÍNA

— SAFARÍK KÓKOSKAKA MEÐ APPELSÍNUKEIM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

Krydduð hrísgrjón

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum. Rakst á þessa uppskrift í matreiðslubók frá Bólivíu. Þar er kemur fram að hrísgrjónin geti bæði verið sér réttur eða meðlæti með öðrum mat. Fallegur og góður réttur/meðlæti.

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum. Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi