Giljagaur
Giljagaur er nafnið á öðrum jólasveininum sem kemur til manna, þann 13. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
— JÓLASVEINAR — JÓLIN — ÞJÓÐSÖGUR —
.
Giljagaur var talinn fela sig í fjósinu og fleyta froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Af WIKIPEDIA.
— JÓLIN —
Í gær kom STEKKJARSTAUR og á morgun kemur STÚFUR.
.
— GILJAGAUR —
–