Stekkjarstaur

Stekkjarstaur stekkjastaur íslensku jólasveinarnir jólasveinn
Stekkjarstaur. Myndin er af Grapevine.is

Stekkjarstaur kom fyrstur

Stekkjarstaur nefnist jólasveinninn sem kemur fyrstur til manna, þann 12. desember. Hann er fyrstur samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINARÞJÓÐSÖGURJÓLIN

.

Stekkjarstaur var sagður sjúga mjólk úr sauðkindum. Hann hafði staurfætur á báðum fótum svo það gekk heldur erfiðlega.

Stekkur var sérstök gerð fjárréttar og þaðan fékk Stekkjarstaur nafnið.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Stekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
—þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
—það gekk nú ekki vel.

Af WIKIPEDIA.

Á morgun kemur GILJAGAUR.

STEKKJASTAUR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Tómatsalsa

Tomatar

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað - er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið

Fyrri færsla
Næsta færsla