Auglýsing
stúfur jólasveinn
Stúfur

Stúfur

Stúfur er nafn hins þriðja jólasveins sem kemur til manna, þann 14. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Stúfur var minnsti jólasveinninn eins og nafnið bendir til. Hann nældi sér í pönnur og át agnirnar sem brunnið höfðu fastar.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

Stúfur. Færslan birtist á Wikipedia

JÓLIN

Í gær kom GILJAGAUR og á morgun kemur ÞVÖRUSLEIKIR.

— STÚFUR —

Auglýsing