Jólahrísgrjónabúðingur með ávöxtum og möndlum

Jólabúðingur Søren Gericke í jólahefti Alt for damerne 1982. solveig k Jónsdóttir Riz à l’amande ris ala mande mand
Jólabúðingur Søren Gericke, uppskriftin birtist í jólahefti Alt for damerne árið 1982 en Solveig hefur þróað hann og bætt með árunum.

Jólahrísgrjónabúðingur með ávöxtum og möndlum

Hulda Steinunn og Jón Freysteinn hafa oft sagt mér frá einstaklega góðum jólaeftirrétti sem er á borðum í stórfjölskyldu Nonna. Hann er svo ljúffengur að afgangurinn er hafður sem morgunverður á jóladag. Solveig K. Jónsdóttir móðursystir Nonna tók ljúflega í að útbúa hinn hátíðlega jólahrísgrjónabúðing sem er með apríkósumauki og ferskum ávöxtum. Þess má geta að allt lof þeirra um eftirréttinn stenst. Einhver sá besti jólaeftirréttur sem ég hef smakkað.

HULDA OG JÓNRIZ A L´AMANDE — JÓLINEFTIRRÉTTIRHRÍSGRJÓNAGRAUTURAPRÍKÓSUR

.

Jólabúðingur Søren Gericke í jólahefti Alt for damerne 1982.
Jólabúðingur Søren Gericke í jólahefti Alt for damerne 1982.

Hrísgrjónabúðingur með ávöxtum og möndlum

Hrísgrjónabúðingurinn:
60 gr hvít hrísgrjón (má auka + meiri vökva)
3 dl mjólk
1 msk sykur
1 tsk vanilluessens eða ½ vanillustöng
25 gr möndluflögur
5-10 gr smjör
50 gr hrátt marsipan (Ren rå marcipan frá Odense sem er 65% möndlur)
50 gr flórsykur
2 ½ dl sýrður rjómi 36%
3 ½ dl rjómi
7 ½ matarlímsblað

1. Sjóðið graut úr hrísgrjónum, mjólk, sykri og vanilluessens. Gætið þess vel að hann brenni ekki við. Kælið. Það má gjarnan nota korn úr vanillustöng í stað vanilluessens.

2. Ristið möndluflögurnar í smjöri. Bætið marsipaninu útí við ásamt ögn af vatni og mýkið. Kælið.

3. Blandið saman sýrðum rjóma, rjóma og flórsykri og þeytið. Blandið síðan möndlu-marsipan blöndunni og kalda grautnum vandlega og varlega saman við.

4. Leggið matarlím í kalt vatn svolitla stund og mýkið. Bræðið útvatnað matarlímið. Blandið volgu matarlíminu varlega í búðinginn og hellið honum síðan í bökunarpappírsklætt springform og látið stífna í kæli í nokkra klukkutíma. Þegar búðingurinn er stífnaður er formið losað varlega utan af hliðunum og búðingnum síðan hvolft á disk. (Þá er líka rétti tíminn til að stinga heilli og óafhýddri möndlu í búðinginn fyrir möndlugjöfina.)

Apríkósumaukið:
250 gr þurrkaðar aprikósur
2 1/2 dl vatn
60 gr sykur

Ávextir útí maukið og til skrauts: – sjá lið 5 neðar.

1. Leggið aprikósurnar í bleyti yfir nótt í miklu vatni.

2. Hellið vatninu af og sjóðið aprikósurnar í mauk í vatni og sykri. Maukið í matvinnsluvél. Geymið blönduna í kæli.

5. Blandið 3-4 bollum af ferskum, söxuðum ávöxtum og berjum að eigin vali í aprikósumaukið. Maukið á að loða sæmilega saman þó ávextirnir séu komnir saman við. Setjið yfir hrísgrjónabúðinginn en ekki fyrr en stuttu áður að hann er borinn fram. Raðið sneiðum af ferskum ávöxtum og ferskum berjum ofan á til skrauts. Ávextir eru valdir eftir smekk, t.d. appelsínur, ferskjur, jarðarber, kíví, ástaraldin, ananas, vínber, bláber, rifsber, hindber, stjörnuávöxtur, blæjuber, granatepli…

Hollráð:

Best að láta matarlímsblöðin liggja góða stund í köldu vatni (1 klst. segja Danir) en ég læt þau bara liggja á meðan ég er að bræða marsipanið og elda grautinn. Svo bræði ég bara blöðin í vatninu sem enn hangir við þau þegar maður kreistir þau upp úr kalda vatninu.

Og ég blanda matarlíminu saman við rjómann þegar það eru svona við 30-40°C, ekki kæla meira en svo. Rjóminn þolir það alveg. Ekki kæla of mikið þá koma strimlar þegar matarlímið fer í kaldann rjómann.

Jólabúðingur Søren Gericke í jólahefti Alt for damerne árið 1982.

🇩🇰

HULDA OG JÓNRIZ A L´AMANDE — JÓLINEFTIRRÉTTIRHRÍSGRJÓNAGRAUTURAPRÍKÓSUR

— JÓLAHRÍSGRJÓNABÚÐINGUR MEÐ ÁVÖXTUM OG MÖNDLUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla