Stúfur

stúfur jólasveinn
Stúfur

Stúfur

Stúfur er nafn hins þriðja jólasveins sem kemur til manna, þann 14. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINARJÓLINÞJÓÐSÖGUR

.

Stúfur var minnsti jólasveinninn eins og nafnið bendir til. Hann nældi sér í pönnur og át agnirnar sem brunnið höfðu fastar.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

Stúfur. Færslan birtist á Wikipedia

JÓLIN

Í gær kom GILJAGAUR og á morgun kemur ÞVÖRUSLEIKIR.

— STÚFUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata - veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat BarGeira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu. Það er eitthvað svo ljúft að fá boð í kaffiboð á sunnudagssíðdegi. Á sólríkum sunnudegi á Akureyri bauð Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir okkur í kaffi og með því. Hún tók vel í að vera gestabloggari og sendi uppskriftirnar um hæl. Eða satt best að segja þá buðum við okkur í kaffi, Ragnheiður Lilja bakar nefnilega mjög góðar kökur. Á ferðalagi okkar um Norðurland höfðum við samband og úr varð kaffiboðið :) „Súkkulaðibomban er ekki fyrir fólk sem er í sykurbindindi" segir Ragnheiður Lilja.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave