Þvörusleikir

Þvörusleikir jólasveinarnir þrettán
Þvörusleikir

Þvörusleikir

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 15. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINAR —  JÓLIN — ÞJÓÐSÖGUR —

.

Þvörusleiki þótt afskaplega gott að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús þegar færi var á til að næla sér í þær. Þvara var stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif er notuð nú á dögum.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Af Wikipedia

JÓLIN

Í gær kom STÚFUR og á morgun kemur POTTASKEFILL.

ÞVÖRUSLEIKIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matur og fjölbreytt áhrif hans

Matur og fjölbreytt áhrif hans. Fátt er skemmtilegra en borða góðan mat með góðu fólki, það er líka gaman að tala um mat og áhrif hans á líkamann. Við Elísabet Reynisdóttir, Beta Reynis næringarfræðingur, fórum til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í viðtal og sögðum þar sögu okkar. Frá því í haust höfum við hist reglulega. Fyrst byrjaði ég á því að skrifa matardagbók, síðan tóku við ýmsar skemmtilegar „tilraunir" til að sjá hvernig ég mundi bregðast við og hver upplifunin væri. Allt þetta of fjölmargt annað í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hlusta má á þáttinn hér.

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Servíettubrot – munnþurrkubrot

SérvíettubrotSérvíettubrot

Servíettubrot. Farið var að nota servíettur á 15.öld að því talið er. Þá var þeim troðið ofan í hálsmálið eða bundnar um hálsinn. En nú er öldin önnur og við leggjum servíettua pent í kjöltuna. Það þarf ekki að vera svo erfitt að brjóta servíettur. En eins og með svo margt annað þá skapar æfingin meistarann :)