Þvörusleikir

Þvörusleikir jólasveinarnir þrettán
Þvörusleikir

Þvörusleikir

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 15. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINAR —  JÓLIN — ÞJÓÐSÖGUR —

.

Þvörusleiki þótt afskaplega gott að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús þegar færi var á til að næla sér í þær. Þvara var stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif er notuð nú á dögum.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Af Wikipedia

JÓLIN

Í gær kom STÚFUR og á morgun kemur POTTASKEFILL.

ÞVÖRUSLEIKIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Bláberjaterta – undurgóð og silkimjúk

Bláberjaterta DSC01278

Bláberjaterta - raw. Svei mér þá, ég held bara að hrákökur geti ekki klikkað. Það þarf ekki að láta deigið lyfta sér, enginn bakstur, þær falla ekki - engin mistök. Dásamlega góð terta og holl líka. Það mun öllum líka vel við þessa tertu, hún er undurgóð, fyllingin silkimjúk og bláberin minna okkur á að það verður komið sumar eftir ekki svo langan tíma. Hver elskar ekki bláber?