Hurðaskellir

Hurðaskellir. Myndin er af ICELAND TRAVEL

Hurðaskellir

Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 18. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINARJÓLIN  — ÞJÓÐSÖGUR —

.

Hurðaskellir var mikill ólátabelgur og skellti hurðum svo að fólk hrökk upp úr fastasvefni.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sjöundi var Hurðaskellir,
-sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.

Af WIKIPEDIA

JÓLIN

Í gær kom ASKASLEIKIR og á morgun kemur SKYRGÁMUR.

— HURÐASKELLIR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Piparsveinar – verðlaunasmákökur

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.