Askasleikir

Askasleikir jólasveinn íslensku jólasveinarnir ASKUR ASKAR
Askasleikir   Mynd: ICELAND TRAVEL

Askasleikir

Askasleikir er sjötti jólasveinninn kallaður sem kemur til byggða, þann 17. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINAR —  JÓLIN — ÞJÓÐSÖGUR —

.

Þegar askarnir voru settir fyrir hunda og ketti til að sleikja var Askasleikir snöggur að ná í þá á undan.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

Askasleikir

AF WIKIPEDIA

JÓLINASKAR

Í gær kom POTTASKEFILL og á morgun kemur HURÐASKELLIR

— ASKASLEIKIR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.