Skyrgámur

Skyrgámur jólsveinn íslensku jólasveinarnir
Skyrgámur.   Myndin er af ARTIC PORTAL

Skyrgámur

Skyrgámur (eldra heiti: Skyrjarmur) er áttundi jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 19. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINARJÓLINSKYR — ÞJÓÐSÖGUR —

.

Skyrgámi þótti skyr afskaplega gott og stalst gjarnan í skyrtunnuna og hámaði í sig þangað til hann stóð á blístri.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
uns stóð hann á blístri
stundi og hrein.

Af WIKIPEDIA.

JÓLINSKYR

Skyrgámur

Í gær kom HURÐASKELLIR og á morgun kemur BJÚGNAKRÆKIR.

— SKYRGÁMUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.