Auglýsing
Hátíðaís sem er bannaður börnum margrét Eir söngkona hafnarfjörður rjómaís jólaísinn
Hátíðaís sem er bannaður börnum

Hátíðarís sem er bannaður börnum

„Hátíðarís …..Fyrir fullorðna ó já láttu að eftir þér þegar börnin eru komin í bólið”

Í útvarpsviðtali á dögunum sagði Margrét Eir söngkona frá rjómaís fjölskyldunnar sem er borinn fram með rommbættu bráðnu súkkulaði, ísinn er eiginlega bannaður börnum vegna áfengisins sem er í honum. Margrét tók vel í að útbúa hátíðarísinn og hann bragðast alveg extra vel.

MARGRÉT EIRRJÓMAÍSGRAND MARNIERBAILEYSJÓLIN

.

Margrét Eir fær sér hátíðaís sem er bannaður börnum

Hátíðaís sem er bannaður börnum

4 stórar eggjarrauður
4 msk hvítur sykur (má sleppa)
2 bollar rjómi
¾ bolli púðursykur
2 – 3 góðar msk (eða meira) Baileys
2 – 3 góðar msk (eða meira) Grand Marnier
1 msk instant kaffi
50 gr suðusúkkulaði (má vera meira eða minna, bara fara eftir fíling)
Crunch af eigin val – Ég átti biscotti sem ég hafði bakað og muldi það niður. Mæli líka með súkkulaðispænum, hrískúlum, piparkökum, maccaronukökum

Sósa:
Súkkulaði af eigin val (konsum, Toblerone, appelsínusúkkulaði – sky is the limit)
1 msk rjómi
1-3 msk af líkjör, eða dökku rommi sem ég notaði í þetta skipti
Sett saman í skál og brætt saman í vatnsbaði.
Látið aðeins kólna áður en dreyft yfir ísinn

Skreytin: Frjáls aðferð – allt sem ykkur þykir gott
Ég setti hindber í enn eitt áfengið Passoa og lét standa í klukkutíma…..hrikalega gott og gefur fallegan lit á diskinn

Aðferð – með Kitchenaid ísvél sem er algjör snilld

Hrærið eggjarrauður með hvíta sykrinum, þangað til þær verða léttar og ljósar (má líka sleppa sykrinum). Á meðan setjið í pott rjómann, púðursykur, kaffið, súkkulaðið Baileys og Grand og hitið upp á ekki of háum hita (ég verð reyndar stundum soldið óþolinmóð og set hitann aðeins upp). Hrærið aðeins í og passa að sykurinn leysist upp. Blandið varlega saman við eggjarauðuhræruna.
Flytið svo alla blönduna aftur yfir í pottinn og leyfið hitanum að koma upp. Hrærið reglulega og alls ekki láta sjóða. Setjið svo enn og aftur blönduna yfir í skál og kælið í ísskápnum. Ég hafði yfir nótt en það er nóg að kæla í 2-3 tíma.
Þeir sem eiga Kitchenaid ísvél vita hvað þarf að gera – muna að setja skálina í frysti, helst í 20 tíma.
Þegar ísblandan er búin að vera í kæli, setjið þá ísvélina í gang á hægum hraða og rólega hellið blöndunni í. Brjótið niður Crunchið af ykkar val og bætið við á meðan blandan gengur í vélinni.
Látið ganga í um það bil 20 mínútur (bara fylgjast vel með, kannski þarf aðeins minna eða meira, er ekki með nákvæma tímatöku á þessum prósess)
Og – VOILA – Ísinn er tilbúinn. Ég setti hann í plast box og kældi. Það má líka setja hann í form og kæla.

Góð ráð: Ég mæli með því að prufa sig áfram með bragðið bæði í súkkulaði og líkjörum. Toblerone er eitthvað sem ég hef oft notað en ég átti það ekki til í þetta skipt. Það má líka sleppa því að bræða súkkulaðið, bara hafa kaffið, rjómann og áfengið, saxa súkkulaðið niður og setja með blöndunni þegar helt er í ísvélina.
Í þessari uppskrift eru notaðar 4 eggjarauður – en ég hef oft séð 4-6 rauður og 2-3 bollar af rjóma.

Ég mæli klárlega með Kitchenaid ísvélinni. Þvílíkur lúxus ís……og ekki keyra heima eftir þennann

Hátíðaís sem er bannaður börnum

MARGRÉT EIRRJÓMAÍSGRAND MARNIERBAILEYSJÓLIN

— HÁTÍÐARÍS SEM ER BANNAÐUR BÖRNUM —

Auglýsing