Hátíðarís sem er bannaður börnum

Hátíðaís sem er bannaður börnum margrét Eir söngkona hafnarfjörður rjómaís jólaísinn
Hátíðaís sem er bannaður börnum

Hátíðarís sem er bannaður börnum

„Hátíðarís …..Fyrir fullorðna ó já láttu að eftir þér þegar börnin eru komin í bólið”

Í útvarpsviðtali á dögunum sagði Margrét Eir söngkona frá rjómaís fjölskyldunnar sem er borinn fram með rommbættu bráðnu súkkulaði, ísinn er eiginlega bannaður börnum vegna áfengisins sem er í honum. Margrét tók vel í að útbúa hátíðarísinn og hann bragðast alveg extra vel.

MARGRÉT EIRRJÓMAÍSGRAND MARNIERBAILEYSJÓLIN

.

Margrét Eir fær sér hátíðaís sem er bannaður börnum

Hátíðaís sem er bannaður börnum

4 stórar eggjarrauður
4 msk hvítur sykur (má sleppa)
2 bollar rjómi
¾ bolli púðursykur
2 – 3 góðar msk (eða meira) Baileys
2 – 3 góðar msk (eða meira) Grand Marnier
1 msk instant kaffi
50 gr suðusúkkulaði (má vera meira eða minna, bara fara eftir fíling)
Crunch af eigin val – Ég átti biscotti sem ég hafði bakað og muldi það niður. Mæli líka með súkkulaðispænum, hrískúlum, piparkökum, maccaronukökum

Sósa:
Súkkulaði af eigin val (konsum, Toblerone, appelsínusúkkulaði – sky is the limit)
1 msk rjómi
1-3 msk af líkjör, eða dökku rommi sem ég notaði í þetta skipti
Sett saman í skál og brætt saman í vatnsbaði.
Látið aðeins kólna áður en dreyft yfir ísinn

Skreytin: Frjáls aðferð – allt sem ykkur þykir gott
Ég setti hindber í enn eitt áfengið Passoa og lét standa í klukkutíma…..hrikalega gott og gefur fallegan lit á diskinn

Aðferð – með Kitchenaid ísvél sem er algjör snilld

Hrærið eggjarrauður með hvíta sykrinum, þangað til þær verða léttar og ljósar (má líka sleppa sykrinum). Á meðan setjið í pott rjómann, púðursykur, kaffið, súkkulaðið Baileys og Grand og hitið upp á ekki of háum hita (ég verð reyndar stundum soldið óþolinmóð og set hitann aðeins upp). Hrærið aðeins í og passa að sykurinn leysist upp. Blandið varlega saman við eggjarauðuhræruna.
Flytið svo alla blönduna aftur yfir í pottinn og leyfið hitanum að koma upp. Hrærið reglulega og alls ekki láta sjóða. Setjið svo enn og aftur blönduna yfir í skál og kælið í ísskápnum. Ég hafði yfir nótt en það er nóg að kæla í 2-3 tíma.
Þeir sem eiga Kitchenaid ísvél vita hvað þarf að gera – muna að setja skálina í frysti, helst í 20 tíma.
Þegar ísblandan er búin að vera í kæli, setjið þá ísvélina í gang á hægum hraða og rólega hellið blöndunni í. Brjótið niður Crunchið af ykkar val og bætið við á meðan blandan gengur í vélinni.
Látið ganga í um það bil 20 mínútur (bara fylgjast vel með, kannski þarf aðeins minna eða meira, er ekki með nákvæma tímatöku á þessum prósess)
Og – VOILA – Ísinn er tilbúinn. Ég setti hann í plast box og kældi. Það má líka setja hann í form og kæla.

Góð ráð: Ég mæli með því að prufa sig áfram með bragðið bæði í súkkulaði og líkjörum. Toblerone er eitthvað sem ég hef oft notað en ég átti það ekki til í þetta skipt. Það má líka sleppa því að bræða súkkulaðið, bara hafa kaffið, rjómann og áfengið, saxa súkkulaðið niður og setja með blöndunni þegar helt er í ísvélina.
Í þessari uppskrift eru notaðar 4 eggjarauður – en ég hef oft séð 4-6 rauður og 2-3 bollar af rjóma.

Ég mæli klárlega með Kitchenaid ísvélinni. Þvílíkur lúxus ís……og ekki keyra heima eftir þennann

Hátíðaís sem er bannaður börnum

MARGRÉT EIRRJÓMAÍSGRAND MARNIERBAILEYSJÓLIN

— HÁTÍÐARÍS SEM ER BANNAÐUR BÖRNUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.