Paprikáscsirke og Nokedli – Ungversk veisla

Gúrkusalat ungverskur matur Beáta Joó Hilmar Adam, Beáta, Jóhann og Aron Ottó ungverskur matur UNGVERJALAND -- KJÚKLINGUR -- ÍSAFJÖRÐUR -- bea joo bergþór pálsson
Beáta og Bergþór

Paprikáscsirke og Nokedli – Ungversk veisla

Á Ísafirði höfum við kynnst mörgu skemmtilegu áhugafólki um matargerð. Þar á meðal er Beáta Joó píanókennari með meiru, sem hefur sannarlega auðgað tónlistarlífið sl. 35 ár, t.d. sem kór- og hljómsveitarstjóri í stærri verkum, auk þess að fóstra af einstakri alúð hundruð píanónemenda, sem sum hver hafa orðið áberandi listamenn þjóðarinnar.

En þrátt fyrir að vera orðin íslenskari en margir Íslendingar, er hún hreykin af því að vera Ungverji og þegar við uppgötvuðum að orðið nokedli væri áreiðanlega skylt núðlum, noodles, Nudeln, svaraði hún því til að það væri öruggt, enda kæmi allt gott frá Ungverjum. Það er óborganlegt að hlæja með Beötu, enda kann hún þá list að gera mest grín að sjálfri sér.

BEÁTAUNGVERJALANDKJÚKLINGURGÚRKUSALÖTÍSAFJÖRÐURBÚDAPESTBERGÞÓR

.

Beáta og Jóhann með synina Hilmar Adam og Aron Ottó

Beáta bauð í ungverskt matarboð og útbjó þekktan heimilisrétt, notalegan og gómsætan paprikukjúkling, með Nokedli, sem eru eins konar handgerðar hveitiskrúfur.

Paprika er einkennandi fyrir ungverska matargerð, enda er orðið komið úr ungversku.
Beáta tekur alltaf með sér paprikuduft frá Ungverjalandi, enda í samböndum við ræktanda, en vissulega er hægt að finna sæmilega papriku í betri búðum hér. Endilega prófið á kósí fjölskyldukvöldi!

Ungversk veisla: Paprikáscsirke, Nokedli og gúrkusalat.

PAPRIKÁSCSIRKE

2 laukar
mikið af olíu eða svínafitu (amk 2 dl)
Kjúklingabringa (gott að nota læri líka út af beinunum)
2-3 msk paprikuduft (má ekki brenna)
smá vatn og salt

1 ds sýrður rjómi (haldið eftir smá til að setja út á í lokin).

Hitið olíu/svínafitu á pönnu, steikið laukinn í svolitla stund. Bætið kjúklingabitum út í og steikið við lágan hita, þar til safinn er að byrja að renna úr þeim. Stráið þá paprikuduftinu yfir og hitið áfram, en ekki lengi því að annars brennur paprikan. Saltið og setjið um 1 dl af vatni út í og sjóðið í um 20 mín. (miðað við beinlausa bringu). Í lokin er sýrður rjómi settur út í, þarf ekki að sjóða eftir það.

Ef maður vill þykkari sósu, má blanda rjómann með svolitlu hveiti, en þá þarf að sjóða aðeins áfram.
Skreytið með sýrðum rjóma og steinselju.

Nokedli

5 b hveiti
3 egg
smá salt
smá vatn

Hrærið allt með grófum handþeytara. Deigið verður að vera stífara en pönnukökudeig, en samt á að vera hægt að smyrja því í gegnum góft gatasigti út í sjóðandi saltvatn.
Sjóðið í 3 mínútur, takið þá úr pottinum og rúllið í smá smjöri eða olíu til þess að núðlurnar festist ekki saman.

Gúrkusalat

2 gúrkur
1 dl vatn
1 msk sykur
2 msk edikssýra
4-5 rifin hvítlauksrif
1 dós sýrður rjómi
Sneiðið gúrku t.d. með ostaskera og saltið svolítið með Himalaya salti. Látið bíða í u.þ.b. 10 mín og setjið síðan allt annað út í.

.

BEÁTAUNGVERJALANDKJÚKLINGURÍSAFJÖRÐURBÚDAPESTBERGÞÓR

— PAPRIKÁSCSIRKE OG NOKEDLI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."

Tante Anne – Det er dejligt

Tante Anne. Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.

Fyrri færsla
Næsta færsla