Bragðgóð jólagjöf fyrir sælkerann, matargúrúinn og þann sem á allt!
Hér er um að ræða úrvalsólífuolíur beint frá spænskum bændum – gjöf sem er heilsubætandi og gleður bragðlaukana í senn.
Stök flaska án gjafaöskju 2.550 kr.
4 í gjafaöskju á 10.500 kr.
5 í gjafaöskju á 12.500 kr.
Sendu okkur pöntun á mundo@mundo.is eða í skilaboðum á messenger. Hægt er að sækja á morgun, þann 23. des milli klukkan 11 og 15.
Jólakveðjur frá Mundo
Ferðaskrifstofan Mundo flytur inn hágæðaólífuolíu beint frá spænskum bændum. Ólífuolían sem hér er á ferðinni kemur úr héraði á Spáni sem heitir Extremadura. Það liggur norðan við Andalúsíu og upp við landamæri Portúgals. Olían er unnin í bæ sem heitir Santos de Maiamona og er rétt hjá bænum Zafra þar sem fjölmargir íslenskir unglingar dvelja á sumrin í sumarbúðum Mundo. Ólífuolían kemur frá samvinnubúi bændanna í héraðinu og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Rétt eins og til eru margar tegundir af vínþrúgum til víngerðar eru til margar tegundir af ólífum og er olían af þeim mismunandi. Allar eru olíurnar extra virgin og er það hæsti gæðaflokkur. Besta merkið um að hér sé á ferðinni gæðaolía er að hún á að rífa í í munni. Einnig er mikilvægt að taka fram að ólífuolíu má nota í alla matargerð – einnig til steikingar en þá á að hita hana hægt – og í allan annan mat. Nú er bara að prófa sig áfram sem olíuneytandi og bera saman hinar ólíku ólífutegundir.
Eco – olía
Blanda úr nokkrum tegundum ólífa (morisca, manzanilla og picual), sem allar eru vistvænar. Bragðmikil, nokkuð römm, með keim af þroskuðum ávöxtum, möndlum og kryddjurtum.
Arbequina – ólífur
Eru með keim af ávaxtasalati úr grænum ávöxtum, eplum, möndlum, tómötum og bönunum. Við smökkun ber mest á sætleika olíunnnar sem kallast á við bragðmikinn og léttramman keim.
Manzanilla – ólífur
Er miðlungsbragðsterk ólífulía, og kallast sterkt bragð og rammt á við ljúfan keim af þroskuðum ávöxtum, létt möndlubragð. Einnig má nema nokkuð áberandi keim af ferskum kryddjurtum í olíunni.
Morisca
Bragðmesta olían, gerð úr ólífum af tegundinni morisca, sem er upprunaleg á svæðinu Tierra de Barros og finnst einungis í Extremadura og nokkrum héruðum Portúgals. Mörg trén eru aldargömul. Bragðið er miðlungssterkt, styrkur bragð og rammleika er í fullkomnu jafnvægi. Keimur af þroskuðum ávöxtum, með snert af möndlum og kryddjurtum.
Flöskurnar með þessari tegund ólífu eru merktar Maimona annars vegar og hins vegar með Morisca Reserva en það þýðir, eins og með vínið, að hér eru á ferðinni sérvaldar og bestu ólífurnar.