Jólakveðja

Gleðileg jól, kæru vinir!

Ef einhvern tíma er ástæða til að þakka fyrir fólkið sitt, er það á jólunum. Það færir okkur heim sanninn um að við séum ekki ein á báti í lífsins ólgusjó, heldur hluti af heild. Sem betur fer getum við hitt þau sem standa hjarta okkar næst á þessum jólum og það er sérstakt þakkarefni, ef við berum okkur saman við ástandið víða annars staðar í heiminum.

Hugurinn leitar líka til Seyðfirðinga sem eru uggandi og í óvissu eftir dæmalausar hamfarir. Um leið er einstakt þakkarefni að jörðin skyldi ekki gleypa nokkurn mann í þeim ósköpum.

Jólin færa okkur von um nýtt upphaf með hækkandi sól. Sumu ráðum við ekki, hvort sem það eru faraldrar eða hamfarir, en gleymum ekki að mörgu ráðum við um eigin giftu og annarra. Nýtum jólin til að standa þétt saman, – en þó í fjarlægð, gleðjast yfir því að eiga hvert annað og muna eftir því að ekkert er sjálfsagt.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Allir geta dansað – Nestisferð

Allir geta dansað - Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn.Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta,  súkkulaðitrufflur og  Rauðrófumauk.