Gleðileg jól, kæru vinir!
Ef einhvern tíma er ástæða til að þakka fyrir fólkið sitt, er það á jólunum. Það færir okkur heim sanninn um að við séum ekki ein á báti í lífsins ólgusjó, heldur hluti af heild. Sem betur fer getum við hitt þau sem standa hjarta okkar næst á þessum jólum og það er sérstakt þakkarefni, ef við berum okkur saman við ástandið víða annars staðar í heiminum.
Hugurinn leitar líka til Seyðfirðinga sem eru uggandi og í óvissu eftir dæmalausar hamfarir. Um leið er einstakt þakkarefni að jörðin skyldi ekki gleypa nokkurn mann í þeim ósköpum.
Jólin færa okkur von um nýtt upphaf með hækkandi sól. Sumu ráðum við ekki, hvort sem það eru faraldrar eða hamfarir, en gleymum ekki að mörgu ráðum við um eigin giftu og annarra. Nýtum jólin til að standa þétt saman, – en þó í fjarlægð, gleðjast yfir því að eiga hvert annað og muna eftir því að ekkert er sjálfsagt.