Jólakveðja

Gleðileg jól, kæru vinir!

Ef einhvern tíma er ástæða til að þakka fyrir fólkið sitt, er það á jólunum. Það færir okkur heim sanninn um að við séum ekki ein á báti í lífsins ólgusjó, heldur hluti af heild. Sem betur fer getum við hitt þau sem standa hjarta okkar næst á þessum jólum og það er sérstakt þakkarefni, ef við berum okkur saman við ástandið víða annars staðar í heiminum.

Hugurinn leitar líka til Seyðfirðinga sem eru uggandi og í óvissu eftir dæmalausar hamfarir. Um leið er einstakt þakkarefni að jörðin skyldi ekki gleypa nokkurn mann í þeim ósköpum.

Jólin færa okkur von um nýtt upphaf með hækkandi sól. Sumu ráðum við ekki, hvort sem það eru faraldrar eða hamfarir, en gleymum ekki að mörgu ráðum við um eigin giftu og annarra. Nýtum jólin til að standa þétt saman, – en þó í fjarlægð, gleðjast yfir því að eiga hvert annað og muna eftir því að ekkert er sjálfsagt.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.