Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu

Vilborg eiríksdóttir með vínarbrauðið, appelsínu- og kókostertu og snúðaköku snúðakaka appelsínuterta vínarbrauð marsipan brauð með fyllingu rifin epli
Vilborg með vínarbrauðið, appelsínu- og kókostertu og snúðaköku

Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu

Vilborg bakaði vínarbrauð með einstaklega ljúffengri fyllingu og við Gunna Stína sáum okkur leik á borði og buðum okkur í kaffi 🙂

VILBORGVÍNARBRAUÐGUNNA STÍNA

.

Albert, Gunna Stína og Vilborg
Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu

Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu

Deigið:

3 egg

½ dl sykur

1 ½ tsk salt

1 dl matarolía

600 g hveiti

1 ½ msk þurrger

1 tsk kardimommudropar

2 dl fingurvolgt vatn

Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Olían sett út í. Helmingur hveitis, salt, ger og dropar ásamt vatni sett saman við. Hrærið saman í hrærivél. Restin af hveitinu bætt við og hrært aðeins í viðbót. Ath. að þetta er lint deig (ekki hnoðað). Klútur lagður yfir skálina og deigið látið lyfta sér á eldhúsborði í 2-3 klst.

Fylling:

1 bréf heitur vanillubúðingur frá Oetker, (notið 7-8 dl í stað 10 eins og er uppgefið)

200 g marsipan

1 dl rúsínur

1 rifið epli

Búðingurinn gerður samkvæmt upplýsingum á pakka. Marsipan, rúsínur og rifið epli blandað útí volgan búðinginn.

Aðferð:

Deigið er hnoðað lítillega (örlítið hveiti notað). Skipt í þrjá hluta og þeir flattir út í aflanga ferhyrninga. Fyllingin er sett eftir endilangri miðjunni og dreift aðeins úr („botn“ vínarbrauðsins er þakinn fyllingu). 

Fyllingin er frekar þykk sem gerir brauðið safaríkara. Hliðum flett yfir og látið samskeytin mætast en passa þarf að klemma þau vel saman annars gliðna kantarnir í sundur í bakstrinum.

Lengjurnar má pensla með eggjarauðu og strá söxuðum möndlum eða hnetum yfir ef vill.

Látið hefast í 20-30 mínútur.

Bakað við 225 °C í ca 15-20 mínútur. Fylgist vel með þannig að vínarbrauðin dökkni ekki um of.

Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu

.

VILBORGVÍNARBRAUÐGUNNA STÍNA

— VÍNARBRAUÐ MEÐ LJÚFFENGRI FYLLINGU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.