Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu
Vilborg bakaði vínarbrauð með einstaklega ljúffengri fyllingu og við Gunna Stína sáum okkur leik á borði og buðum okkur í kaffi 🙂
— VILBORG — VÍNARBRAUÐ — GUNNA STÍNA —
.
Vínarbrauð með ljúffengri fyllingu
Deigið:
3 egg
½ dl sykur
1 ½ tsk salt
1 dl matarolía
600 g hveiti
1 ½ msk þurrger
1 tsk kardimommudropar
2 dl fingurvolgt vatn
Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Olían sett út í. Helmingur hveitis, salt, ger og dropar ásamt vatni sett saman við. Hrærið saman í hrærivél. Restin af hveitinu bætt við og hrært aðeins í viðbót. Ath. að þetta er lint deig (ekki hnoðað). Klútur lagður yfir skálina og deigið látið lyfta sér á eldhúsborði í 2-3 klst.
Fylling:
1 bréf heitur vanillubúðingur frá Oetker, (notið 7-8 dl í stað 10 eins og er uppgefið)
200 g marsipan
1 dl rúsínur
1 rifið epli
Búðingurinn gerður samkvæmt upplýsingum á pakka. Marsipan, rúsínur og rifið epli blandað útí volgan búðinginn.
Aðferð:
Deigið er hnoðað lítillega (örlítið hveiti notað). Skipt í þrjá hluta og þeir flattir út í aflanga ferhyrninga. Fyllingin er sett eftir endilangri miðjunni og dreift aðeins úr („botn“ vínarbrauðsins er þakinn fyllingu).
Fyllingin er frekar þykk sem gerir brauðið safaríkara. Hliðum flett yfir og látið samskeytin mætast en passa þarf að klemma þau vel saman annars gliðna kantarnir í sundur í bakstrinum.
Lengjurnar má pensla með eggjarauðu og strá söxuðum möndlum eða hnetum yfir ef vill.
Látið hefast í 20-30 mínútur.
Bakað við 225 °C í ca 15-20 mínútur. Fylgist vel með þannig að vínarbrauðin dökkni ekki um of.
.
— VILBORG — VÍNARBRAUÐ — GUNNA STÍNA —
— VÍNARBRAUÐ MEÐ LJÚFFENGRI FYLLINGU —
–