Sítrónuostakaka Bjarneyjar

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður ostaterta vegan SÍTRÓNUOSTAKAKA sítrónuostakaka ostakaka með sítrónu
Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Sítrónuostakaka

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir tónlistarkennari á Ísafirði hefur oft komið við sögu hér á blogginu enda flink í eldhúsinu. Hún galdraði fram nokkra glútenlausa rétti í veislu.

— BJARNEY INGIBJÖRG —   ÍSAFJÖRÐURSÍTRÓNUOSTAKÖKUR—  GLÚTENLAUST —  OSTAKÖKUR

.

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Botninn:
10 döðlur, settar í volgt vatn til að mýkja þær
2 msk kókosolía
1 msk fínt eða gróft hnetusmjör
1 dl músli frá Tobbu (má nota hvaða músli sem er en helst sykurlaust)
1 msk möndlusmjör
1 msk döðlusýróp
1 dl glútenlaust haframjöl

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og sett í bökuform. Kælt á meðan ostakakan er útbúin.

Kakan:
200 gr vegan rjómaostur (Fæst í Nettó, er frá Violife)
2 dl Örnu rjómi
2 msk sukkrin gold síróp
Safi úr einni sítrónu
Börkur af einni sítrónu
1 tsk vanilla

Aðferð:
Stífþeyta rjómann.
Þeyta saman rjómaost, vanilla og sukkrin sírópi.
Setja sítrónusafann og börkinn út í og hræra vel saman.
Stífþeyttur rjóminn settur að síðustu út í.

Setja yfir botninn og setja í kæli. Á meðna er karamellukremið útbúið.

200 gr vegan rjómaostur
3 msk kókosrjómi (í fernunum frá Santa Maria)
2 msk sukkrin gold caramel síróp
4 dr toffee caramel frá Stevia
1 msk döðlusíróp
Hræra saman ostinum og kókosrjómanum þar til engir kekkir eru og blanda svo öllu hinu saman við. Setja yfir kökuna og í kæli. Gott að kæla í 2 – 4 tíma eða gera daginn áður og geyma í ísskáp yfir nótt.

.

— SÍTRÓNUOSTAKAKA BJARNEYJAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi. Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.