Auglýsing
Hótel Courtyard by Marriott er steinsnar frá flugstöðinni, veitingastaðurinn þar heitir The Bridge

Steinsnar frá Keflavíkurflugvelli er Courtyard by Marriott hótelið. Nýtt, glæsilegt hótel sem er algjörlega kjörinn dvalarstaður og sérlega vel staðsettur. Leggið þetta á minnið gott fólk:  Gestir hótelsins geta geymt bílinn við hótelið án endurgjalds á meðan skroppið er til útlanda.

Með Stínu Ben á The Bridge

FERÐAST UM ÍSLANDVEITINGASTAÐIRKEFLAVÍK

Matseðilinn með ítalska „ferðalaginu”

Við Stína Ben snæddum á veitingastað hótelsins sem kallast The Bridge. Það er svo gaman að láta koma sér á óvart á veitingastöðum. Okkur var boðið í „ferðalag” um Ítalíu með fjölbreyttum bragðgóðum, velútilátnum réttum. Kacper kokkur, sem lærði á Ítalíu, kom og útskýrði hvað væri í vændum; Antipasto, Risotto, Tagliatelle, rauðspretta, lambakótelettur og sardinískt sætabrauð í eftirrétt. Það má sko vel mæla með þessu ferðalagi.

Fínasta þjónusta, bæði þægileg og látlaus. Þjónninn okkar kom með frábæra hugmynd sem mætti taka upp víðar. Hægt var að fara í vínpörun, það er fá sérvalið vín með hverjum rétti. Okkur fannst að allt of mikið af því góða en hugmyndin fína var að koma með eins og gott botnfylli af víni með hverjum rétti.

Antipasto. Grillað eggaldin, fyllt með rúsínum, kapers og valhnetum, parmaskinka, Parmigiano Reggiano, bruchetta með kirsuberjatómötum, marineraðar mozzarellakúlur, ólífur, sólþurrkaðir tómatar og focaccia brauð.
Risotto alla Milanese með saffrankrafti og toppað með beinmerg.
Tagliatelle alla cozze. Tagliatelle pasta með ferskum kræklingi og kirsuberjatómötum í smjörkenndri hvítvínssósu.
Rombo All´acqua pazza. Brasseruð rauðspretta með kirsuberjatómötum, ólífum og kapers. Borin fram með grilluðu súrdeigsbrauði og hvítlauksristuðu ítölsku hvítkáli.
Lamb alla Messina. Rauðvínsbrasseraðar lambakótilettur bornar fram með svörtum ólífum, parmesanosti og polentu.
Seadas. Toppurinn á öllu var svo sardinískt sætabrauð fyllt með heimagerðum ricottaosti og toppað með hunangi.
Morgunverðarbakkinn. Með grunn-morgunverðinum var hægt að bæta við hinu og þessu eftir óskum hvers og eins.
Nýbakað brauð og mjúkt smjör í upphafi á The Bridge

Ferðabloggast um Ísland. Við Bergþór og Páll gerðumst ferðabloggarar síðasta sumar og fórum víða og vorum himinlifandi eins og sjá má HÉR. Nú erum við tilbúnir að halda af stað aftur og viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki.

.

— HÓTEL COURTYARD BY MARRIOTT —

.

 

Auglýsing