Dísudraumur með ferskum berjum

Dísudraumur með ferskum berjum marengs súkkulaðirjómi marengsbotn rjómaterta svampbotn páskar páskaterta terta hátíðarterta fermingarterta eftirréttur hátíðarterta svamptertubotn hátíðleg terta spariterta bergþór pálsson
Dísudraumur með ferskum berjum. Bergþór minn bakaði páskatertuna (eins og oft áður).

Dísudraumur með ferskum berjum

Hefðin hér á bæ er að baka Páskatertur. Að þessu sinni er Páskatertan gamli, góði Dísudraumurinn en í þessari útgáfu er ferskum berjum blandað saman við rjómann.

.

PÁSKATERTURMARENGSRJÓMATERTURPÁSKARDÍSUDRAUMURBERGÞÓR

.

Dísudraumur með ferskum berjum. Bergþór minn bakaði páskatertuna (eins og oft áður).

Dísudraumur með ferskum berjum

Svamptertubotn
2 egg
70 g sykur
30 g hveiti
35 g kartöflumjöl

Þeytið egg og sykur þar til blandan er hvít. Sigtið hveiti og kartöflumjöl út í og þeytið vel saman. Setjið í tertuform og bakið við 200°C í 5 mínútur, lækkið síðan hitann í 180°C og bakið áfram í 7 mínútur. Hvolfið á tertudisk.

Marengsbotn
3 eggjahvítur
150 g flórsykur

Þeytið saman á fullum styrk í a.m.k. 10 mínútur, svo að hægt sé að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar hreyfist.
Bakið við 100°C í 2 klst., opnið ofninn ekki, látið kólna í ofninum.

Krem
3 eggjarauður
4 msk flórsykur
50 g brætt suðusúkkulaði

Þeytið rauður og flórsykur vel saman. Bræðið súkkulaðið, hellið út í og þeytið áfram á meðan.

Rjómi
1/2 lítri rjómi
Ber af ýmsu tagi, brómber, hindber, vínber o.s.frv.

Þeytið nú 1/2 lítra af rjóma, blandið nokkrum matskeiðum af honum út í kremið áður en ber eru sett út í rjómann. Smyrjið helmingnum af honum á svampbotninn. Hellið helmingnum af kreminu yfir rjómann og jafnið út með spaða. Setjið marengsbotninn þar ofan á, afganginn af rjómanum yfir hann og síðast afganginn af kreminu.

Skreytið að vild, með berjum og e.t.v. bráðnu súkkulaði, áður en tertan er borin fram. Oftast er rjóma sprautað á hliðarnar á Dísudraumi, en það er líka girnilegt að sjá lögin í tertunni.

Dísudraumur með ferskum berjum

.

PÁSKATERTURMARENGSRJÓMATERTURPÁSKARDÍSUDRAUMURBERGÞÓR

— DÍSUDRAUMUR MEÐ FERSKUM BERJUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.