
Laxamúsin hans Mike
Bandaríkjamaður er nefndur Mike. Hann hefur þróað uppskrift ömmu sinnar að laxamús og gert hana betri og betri. Amman notaðist við niðursoðinn lax sem þótti afbragð á þeim tíma. Helga Stína og Mike buðu í veislu og sem betur fer hafði hann útbúið stóra skál af laxamúsinni góðu.
🇺🇸
— LAX — REYKTUR LAX — SALÖT — BANDARÍKIN —
🇺🇸
Laxamúsin hans Mike
250 g reyktur lax
350 g rjómaostur
safi úr 2-3 lime
100 g piparrót
1/2 tsk salt
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið.

🇺🇸
— LAX — REYKTUR LAX — SALÖT — BANDARÍKIN —
🇺🇸