Rúgbrauðstertan
Heiðurshjónin Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason eru miklir sælkerar og bæði tvö flink í eldhúsinu. Þau baka reglulega rúgbrauðstertuna frægu eins og mamma Önnu, Aagot Árnadóttir, sem hefur boðið upp á hana í áratugi við mikla ánægju fjölskyldunnar.
Rúgbrauðstertan vann til verðlauna
Af Tímarit.is: Árið 1967 héldu Johnson & Kaaber og Pillsbury Best bökunarkeppni. Vel á fjórða hundrað uppskriftir bárust. Bryndís Brynjólfsdóttir á Selfossi sigraði með rúgbrauðstertu.
„Foreldrar mínir annast rekstur Tryggvaskála og ég hef bakað fyrir hótelið í þó nokkur ár. Þessa uppskrift fékk ég hjá vinkonu minni, ég veit ekki hvaðan hún fékk hana.”
— RÚGBRAUÐ — ANNA GUÐNÝ — RÚGBRAUÐSTERTUR — SELFOSS — TERTUR — BANANAR — TIMARIT.IS —
.
Rúgbrauðstertan
Botn
4 egg
200 g sykur
125 g rúgbrauð, rifið
1 msk kartöflumjöl
60 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
Fylling
1-2 bananar, skornir í sneiðar
3 rifin epli
safi úr 1/2 sítrónu
50 g rifið súkkulaði
2 dl rjómi, þeyttur
Skreyting
2 dl rjómi, þeyttur
súkkulaði.
Botn: Þeytið vel saman eggjum og sykri. Bætið við rúgbrauði, kartöflumjöli, hveiti og lyftidufti. Bakið í tertuformi við 200°C í 10-15 mín. Látið kólna.
Fylling: Blandið öllu saman við þeytta rjómann og setjið yfir tertuna.
Skreyting: Setjið rjómann yfir og á hliðarnar og skreytið með súkkulaði.
.
— RÚGBRAUÐ — ANNA GUÐNÝ — RÚGBRAUÐSTERTUR — SELFOSS — TERTUR — BANANAR — TIMARIT.IS —
.