Heilsubollur

Uppskriftina fékk Sigrún hjá mágkonu sinni, en er búin að breyta dálítið, hún kallaði þær heilsubollur, ættu kannski að heita orkubollur 🙂

Heilsubollur

Sigrún Friðriksdóttir á Dalvík birti mynd af þessum girnilegu hollu bollum á netinu. Eins og við var að búast var auðstótt að fá uppskriftina.

BRAUÐBOLLURDALVÍK

.

Heilsubollur

6 egg
200 g+ 18% sýrður rjómi
þetta er þeytt vel saman, síðan setur maður í skál

30 g möndlumjöl
30 g kókoshveiti
10 g husk trefjar
2 msk hörfræ
2 msk chiafræ
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 msk kúmen
2 msk sólblómafræ
2 msk sesamfræ, hnetu- eða möndlukurl er ég á það og svo heilt bréf að trönuberjum sem gera allt svo milku betra
ca, 1 tsk. af kanil og turmerik

Hrærið þessu vel saman og setjið í eggjahræruna og látið bíða í ca. 10 mín. svo þurrefnin dragi vökvann í sig. Spreyjið muffinsform og skiptið systurlega í hólfin og bakið við 180°C á blæstri í 22 mín.
„ég setti sesamfræ bæði í botninn og ofaná, bara eintóm hollusta og ótrúlega saðsamar”

.

BRAUÐBOLLURDALVÍK

— HEILSUBOLLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.