Auglýsing
Listakonan Jóhanna Þórhallsdóttir jóhanna þórhalls jóhanna v þórhalls paella kræklingur panna cotta
Paella hjá listakonunni Jóhönnu Þórhallsdóttur „Núna var ég með sérstök ketóvæn hrísgrjón, og það tókst bara ágætlega, þótt þau þurfi ekki nema 3 mínútur í suðu.”

Listakonan Jóhanna Þórhallsdóttir fékk stóra paellu pönnu í jólagjöf, já ekki bara hún heldur Óttar líka 🙂 , og hefur farið hamförum á pönnunni síðan og haldið hvert glæsimatarboðið á fætur öðru og slegið í gegn – en ekki hvað. „Ég byrjaði náttúrulega að gúggla spænskar paellur og er búin að halda ótal party og prófa mig áfram.” Jóhanna og Óttar buðu nokkrum vinum í paellu og á eftir var prýðisgott panna cotta.

JÓHANNA ÞÓRHALLSPAELLAEFTIRRÉTTIR

Auglýsing
Hjónin Jóhanna og Óttar fengum líka þessa fínu paella pönnu frá krökkunum í jólagjöf. Þetta er alvöru panna með gasi og getur gert paellu fyrir 20 manns, sem er ágætt því að þegar öll fjölskyldan er samankomin teljum þau vel rúmlega 20.

Jóhönnupaella – fyrir sex

6 beikonsneiðar
12 úrbeinuð kjúklingalæri
1 og ½ rauðlaukur
6 hvítlauksrif
2 cm engifer
2 chilli
1 matskeið marókóskt krydd (blanda)
1 matskeið tyrkneskt krydd (blanda)
1 matskeið paprika
1 pakki sveppir
3 rauðar paprikur
1 kúrbítur
Belgbaunir
½ blómkálshöfuð
1 pakki litlir tómatar eða stórir skornir niður
Og það má nota hvaða grænmeti sem maður á og vill nota

500 gr rækjur
500 gr humar (frystum skelflettum)
800 gr kræklingur

3 pokar af BareNaked hrísgrjónum (fást í Bónus).

Byrjið á að steikja kjötið og beikonið, alveg í 3 mínútur og bætið við lauknum. Síðan blómkálið, paprika, kúrbíturinn, sveppirnir, baunir og tómatar.

Síðan grænmetis- og kjúklingakrafti sirka 3 teningar eða matskeiðar og tómatpúrra 1 matskeið í ca hálfum lítra af vatni
(ef ég væri með venjuleg hrísgrjón færu þau núna í)
Hellið á mixið og látið þetta malla í pönnunni. Hækkið vel undir og fylgist með. Það má sletta smá hvítvíni, ef það vantar vökva, eða bara vatni.

Þegar kjötið er tilbúið fer ég að setja restina í rækjurnar, humarinn, kræklinginn og hrísgrjónin. Eftir ca 4-5 mínútur þá er allt tilbúið og þá má skella pönnunni á borðið.

Eftirréttur var panna cotta, Jóhanna segist vera pínu ítölsk í sér eftir Ítalíuárið hennar 1992

Panna cotta

Hálfur líter rjómi
50 g stevia sykur
5 matarlímsblöð
Vanillustöng skorin í tvennt
Appelsínu- og sítrónubörkur

Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn, í 5-10 mín.
Setjið rjóma og sykur í pott.
Kljúfið vanillustöng skafið fræin innanúr og setjið í pottinn.
Raspið appelsínu- og sítrónubörk og setjið í pottinn.
Hitið við vægan hita að suðu.
Takið pottinn af hellunni áður en suðankemur upp.
Kreistið vatnið úr matarlíminu, setjið það út í pottinn og hrærið þar til það er uppleyst.
Setjið í 6 form og frystið.

Hitið upp slatta af blönduðum frystum berjum og sætið með stevíusykri. Þá er komin hin besta berjasósa með pannacottunni.

.

— PAELLA OG PANNA COTTA HJÁ JÓHÖNNU ÞÓRHALLS —

.