Paella og panna cotta hjá Jóhönnu Þórhalls

Listakonan Jóhanna Þórhallsdóttir jóhanna þórhalls jóhanna v þórhalls paella kræklingur panna cotta
Paella hjá listakonunni Jóhönnu Þórhallsdóttur „Núna var ég með sérstök ketóvæn hrísgrjón, og það tókst bara ágætlega, þótt þau þurfi ekki nema 3 mínútur í suðu.”

Listakonan Jóhanna Þórhallsdóttir fékk stóra paellu pönnu í jólagjöf, já ekki bara hún heldur Óttar líka 🙂 , og hefur farið hamförum á pönnunni síðan og haldið hvert glæsimatarboðið á fætur öðru og slegið í gegn – en ekki hvað. „Ég byrjaði náttúrulega að gúggla spænskar paellur og er búin að halda ótal party og prófa mig áfram.” Jóhanna og Óttar buðu nokkrum vinum í paellu og á eftir var prýðisgott panna cotta.

JÓHANNA ÞÓRHALLSPAELLAEFTIRRÉTTIR

Hjónin Jóhanna og Óttar fengum líka þessa fínu paella pönnu frá krökkunum í jólagjöf. Þetta er alvöru panna með gasi og getur gert paellu fyrir 20 manns, sem er ágætt því að þegar öll fjölskyldan er samankomin teljum þau vel rúmlega 20.

Jóhönnupaella – fyrir sex

6 beikonsneiðar
12 úrbeinuð kjúklingalæri
1 og ½ rauðlaukur
6 hvítlauksrif
2 cm engifer
2 chilli
1 matskeið marókóskt krydd (blanda)
1 matskeið tyrkneskt krydd (blanda)
1 matskeið paprika
1 pakki sveppir
3 rauðar paprikur
1 kúrbítur
Belgbaunir
½ blómkálshöfuð
1 pakki litlir tómatar eða stórir skornir niður
Og það má nota hvaða grænmeti sem maður á og vill nota

500 gr rækjur
500 gr humar (frystum skelflettum)
800 gr kræklingur

3 pokar af BareNaked hrísgrjónum (fást í Bónus).

Byrjið á að steikja kjötið og beikonið, alveg í 3 mínútur og bætið við lauknum. Síðan blómkálið, paprika, kúrbíturinn, sveppirnir, baunir og tómatar.

Síðan grænmetis- og kjúklingakrafti sirka 3 teningar eða matskeiðar og tómatpúrra 1 matskeið í ca hálfum lítra af vatni
(ef ég væri með venjuleg hrísgrjón færu þau núna í)
Hellið á mixið og látið þetta malla í pönnunni. Hækkið vel undir og fylgist með. Það má sletta smá hvítvíni, ef það vantar vökva, eða bara vatni.

Þegar kjötið er tilbúið fer ég að setja restina í rækjurnar, humarinn, kræklinginn og hrísgrjónin. Eftir ca 4-5 mínútur þá er allt tilbúið og þá má skella pönnunni á borðið.

Eftirréttur var panna cotta, Jóhanna segist vera pínu ítölsk í sér eftir Ítalíuárið hennar 1992

Panna cotta

Hálfur líter rjómi
50 g stevia sykur
5 matarlímsblöð
Vanillustöng skorin í tvennt
Appelsínu- og sítrónubörkur

Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn, í 5-10 mín.
Setjið rjóma og sykur í pott.
Kljúfið vanillustöng skafið fræin innanúr og setjið í pottinn.
Raspið appelsínu- og sítrónubörk og setjið í pottinn.
Hitið við vægan hita að suðu.
Takið pottinn af hellunni áður en suðankemur upp.
Kreistið vatnið úr matarlíminu, setjið það út í pottinn og hrærið þar til það er uppleyst.
Setjið í 6 form og frystið.

Hitið upp slatta af blönduðum frystum berjum og sætið með stevíusykri. Þá er komin hin besta berjasósa með pannacottunni.

.

— PAELLA OG PANNA COTTA HJÁ JÓHÖNNU ÞÓRHALLS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Fyrri færsla
Næsta færsla