Einfaldasti og fljótlegasti eplarétturinn

 

Einfaldasti og fljótlegasti eplarétturinn einfaldur fljótlegur góður epli eplarasp rifin epli arna örnu skyr Ísafjörður
Í kaffi hjá Helgu Friðriksdóttur og Smára Haraldssyni á Ísafirði.

Einfaldasti og fljótlegasti eplarétturinn

Svei mér þá, held þétta sé bæði einfaldasti, fljótlegasti OG besti eplaréttur sem um getur. Rifin epli, sítróna, eplarasp, skyr, rjómi, ber og súkkulaði.

🍏

EPLAKÖKUREPLARASPKAFFIMEÐLÆTIÍSAFJÖRÐUR

🍏

Einfaldasti og fljótlegasti eplarétturinn

Eplarétturinn góði

2 græn epli
safi úr 1/2 sítrónu
2 dl eplarasp (sjá mynd neðst)
3-4 dl Örnu vanilluskyr
3-4 dl rjómi
súkkulaði
bláber eða önnur ber

Rífið eplin og setjið í form. Kreystið sítrónusafa yfir og blandið saman, þjappið létt. Setjið eplaraspið yfir. Stífþeytið rjómann og bætið skyrinu saman við og setjið yfir. Saxið súkkulaði og dreifið yfir ásamt berjum.

Sigrún Pálmadóttir nágranni Smára og Helgu var úti að viðra hundinn sinn og var drifin inn í kaffi.
Einfaldasti og fljótlegasti eplarétturinn
Eplaraspið

🍏

— EINFALDUR, FLJÓTLEGUR EPLARÉTTUR —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja. Við brugðum undir okkur betri fætinum og töluðum um borðsiði og fleira við eldhressar kvenfélagskonur í Gnúpverjahreppi. Þær slógu upp alveg stórfínu veisluborði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund, skemmtilegar, hláturmildar konur og súpergóðar veitingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

SaveSave