
Einfaldasti og fljótlegasti eplarétturinn
Svei mér þá, held þétta sé bæði einfaldasti, fljótlegasti OG besti eplaréttur sem um getur. Rifin epli, sítróna, eplarasp, skyr, rjómi, ber og súkkulaði.
🍏
— EPLAKÖKUR — EPLARASP — KAFFIMEÐLÆTI — ÍSAFJÖRÐUR —
🍏

Eplarétturinn góði
2 græn epli
safi úr 1/2 sítrónu
2 dl eplarasp (sjá mynd neðst)
3-4 dl Örnu vanilluskyr
3-4 dl rjómi
súkkulaði
bláber eða önnur ber
Rífið eplin og setjið í form. Kreystið sítrónusafa yfir og blandið saman, þjappið létt. Setjið eplaraspið yfir. Stífþeytið rjómann og bætið skyrinu saman við og setjið yfir. Saxið súkkulaði og dreifið yfir ásamt berjum.



🍏
— EINFALDUR, FLJÓTLEGUR EPLARÉTTUR —
🍏