Auglýsing
Ábrystir með kanilsykri ábrestur ábrestir soðinn í vatnsbaði kanilsykur berjasaft broddur broddmjólk Lækur í flóa flóahreppur árdís hulda eiríksdóttir hvar fæst broddur?
Ábrystir með kanilsykri

Ábrystir, ábrestir

Broddur eða broddmjólk kallast mjólk spendýra fyrstu dagana eftir burð. Nýr broddur er oftast blandaður til helminga með mjólk áður en hann er hleyptur í vatnsbaði og kallast þá ábrystir eða ábrestir. Broddurinn sem kemur tveim til þremur dögum eftir burð þarf ekki að þynna. Algengt er að setja kanilsykur út á ábrysti eða berjasaft. Það má alveg útbúa fleiri útgáfur.

ÁRDÍS HULDAEFTIRRÉTTIRSAFTVIÐ MATREIÐUM

Auglýsing

.

Í tilefni fimmtugsafmælis síns fékk Árdís systir mín kú nefnda í höfuðið á sér, kýrin heitir sem sagt Árdís nr 870 og er á bænum Læk í Flóahreppi. Hún fékk sendan brodd úr nöfnu sinni sem bar á dögunum.

Broddur úr Árdísi nr. 870

Ábrystir, ábrestir

1/2 l broddur
Mjólk

Broddurinn er blandaður með mjólk áður en hann er hleyptur, stundum til helminga (1/2 l mjólk og 1/2 l broddur) en oftar minna, t.d. 1/4 l mjólk og 1/2 l broddur, eftir því hvað hann er þykkur. Hleypið (hitið) ábrystirnar í móti, potti eða skál með loki með loki í vatnsbaði. Haldið vatninu við suðu eða sjóðið í ofni við 160°C.
1 lítri af broddblöndu hleypur á 45-60 mín. Hlaupið á að vera þétt, samfellt og mjúkt þegar það er soðið og loðir ekki við hnífsblaðið sem stungið er í miðjuna.*

*Við matreiðum

Broddurinn settur í ílát sem þolir hita og soðinn í vatnsbaði. Ekki þarf að þynna allan brodd, mæla má með að fólk geri smá prufu á litlu magni, til að átta sig á hvort þurfi að blanda eða ekki.

Ábrystir, ábrestir, ábristir, ábre(i)stur, ábrystur kv.ft. (17. öld) ‘sérstakur réttur gerður úr (hitaðri) broddmjólk’. Orðið er líkl. dregið af að bresta eða brysta (brista) um það er mjólkurhlaupið tók að bunga upp í miðju og springa; sbr. nno. bresta, d. briste ‘skiljast (um mjólk)’. Óvíst er hvort rita skal orðið með e eða i, en frábrigðilegar myndir þess gætu bent til gamallar u-st. beygingar: -brestr: bristir, brestu (nf. og þf. ft.). Aðrir telja að forliður orðsins á- sé s.o. og ær kv. ‘sauðkind’, en síðari liðurinn -brystir eigi skylt við ísl. broddur ‘broddmjólk’ og þ. máll. briestermilch (s.m.) (sem er raunar ummyndun úr biest(milch)). Vafasamt.**

**Málið.is

Ábrystir með karamellusósu
Ábrystir með kanilsykri
Ábrystir með hindberjasósu

.

ÁRDÍS HULDAEFTIRRÉTTIRSAFTVIÐ MATREIÐUM

— ÁBRYSTIR – ÁBRESTIR —

.