Ábrystir, ábrestir

Ábrystir með kanilsykri ábrestur ábrestir soðinn í vatnsbaði kanilsykur berjasaft broddur broddmjólk Lækur í flóa flóahreppur árdís hulda eiríksdóttir hvar fæst broddur?
Ábrystir með kanilsykri

Ábrystir, ábrestir

Broddur eða broddmjólk kallast mjólk spendýra fyrstu dagana eftir burð. Nýr broddur er oftast blandaður til helminga með mjólk áður en hann er hleyptur í vatnsbaði og kallast þá ábrystir eða ábrestir. Broddurinn sem kemur tveim til þremur dögum eftir burð þarf ekki að þynna. Algengt er að setja kanilsykur út á ábrysti eða berjasaft. Það má alveg útbúa fleiri útgáfur.

ÁRDÍS HULDAEFTIRRÉTTIRSAFTVIÐ MATREIÐUM

.

Í tilefni fimmtugsafmælis síns fékk Árdís systir mín kú nefnda í höfuðið á sér, kýrin heitir sem sagt Árdís nr 870 og er á bænum Læk í Flóahreppi. Hún fékk sendan brodd úr nöfnu sinni sem bar á dögunum.

Broddur úr Árdísi nr. 870

Ábrystir, ábrestir

1/2 l broddur
Mjólk

Broddurinn er blandaður með mjólk áður en hann er hleyptur, stundum til helminga (1/2 l mjólk og 1/2 l broddur) en oftar minna, t.d. 1/4 l mjólk og 1/2 l broddur, eftir því hvað hann er þykkur. Hleypið (hitið) ábrystirnar í móti, potti eða skál með loki með loki í vatnsbaði. Haldið vatninu við suðu eða sjóðið í ofni við 160°C.
1 lítri af broddblöndu hleypur á 45-60 mín. Hlaupið á að vera þétt, samfellt og mjúkt þegar það er soðið og loðir ekki við hnífsblaðið sem stungið er í miðjuna.*

*Við matreiðum

Broddurinn settur í ílát sem þolir hita og soðinn í vatnsbaði. Ekki þarf að þynna allan brodd, mæla má með að fólk geri smá prufu á litlu magni, til að átta sig á hvort þurfi að blanda eða ekki.

Ábrystir, ábrestir, ábristir, ábre(i)stur, ábrystur kv.ft. (17. öld) ‘sérstakur réttur gerður úr (hitaðri) broddmjólk’. Orðið er líkl. dregið af að bresta eða brysta (brista) um það er mjólkurhlaupið tók að bunga upp í miðju og springa; sbr. nno. bresta, d. briste ‘skiljast (um mjólk)’. Óvíst er hvort rita skal orðið með e eða i, en frábrigðilegar myndir þess gætu bent til gamallar u-st. beygingar: -brestr: bristir, brestu (nf. og þf. ft.). Aðrir telja að forliður orðsins á- sé s.o. og ær kv. ‘sauðkind’, en síðari liðurinn -brystir eigi skylt við ísl. broddur ‘broddmjólk’ og þ. máll. briestermilch (s.m.) (sem er raunar ummyndun úr biest(milch)). Vafasamt.**

**Málið.is

Ábrystir með karamellusósu
Ábrystir með kanilsykri
Ábrystir með hindberjasósu

.

ÁRDÍS HULDAEFTIRRÉTTIRSAFTVIÐ MATREIÐUM

— ÁBRYSTIR – ÁBRESTIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítölsk brauðterta

Ítölsk brauðterta - DSC02266

Ítölsk brauðterta. Það var heldur betur veisla í síðasta föstudagskaffi vetrarins. Kjartan sló í gegn sem aldrei fyrr með ítalskri brauðtertu. Ætli megi ekki segja að hún hafi runnið út eins og heitar lummur. Hann kom með tvær, önnur var með hvítu brauði en hin grófu. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur aðeins öðruvísi, sæmilega þykkar skonsur og á þær settar salat og síðan skreytt. Vonandi eru einhverjir sem viðhalda svoleiðis brauðtertum.

Baileysjógúrt Vigdísar

 

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt - einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það."