Auglýsing
Steiktur saltfiskur - sannkallað góðgæti ágústa þórólfsdóttir sveinn guðjónsson hnífsdalur ísafjörður stöðvarfjörður hörpudiskur fáskrúðsfjörður
Sveinn og Ágústa með steikta saltfiskinn og meðlæti – sannkallað góðgæti

Steiktur saltfiskur – sannkallað góðgæti

Í Hnífsdal búa Ágústa Þórólfsdóttir, píanókennari við Tónlistarskólann á Ísafirði, og Sveinn Guðjónsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Ágústa er ættuð frá Stöðvarfirði en uppalin á Fáskrúðsfirði, en Sveinn Ísfirðingur. Þau hjón hafa aðgang að þeim bestu þorskhnökkum sem um getur í Hraðfrystihúsinu. Hnakkarnir sem þau hjónin buðu voru létt-pækilsaltaðir yfir nótt áður en þeim var velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu. Sannkallað góðgæti.

SALTFISKURHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐURSTÖÐVARFJÖRÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Steiktur saltfiskur

Steiktur saltfiskur – sannkallað góðgæti

Veltið léttsöltuðum þorskhnökkum, upp úr hveiti og steikið á pönnu, setjið í eldfast mót og inn í ofn.

Sósan: Blaðlaukur
2 paprikur rauð og græn,
4 – 5 gulrætur.
Skerið allt grænmetið smátt og mýkið á pönnu.
Kryddið með salti, pipar, grænmetiskryddi, smá karrý,
3 pressaðir hvítlauksgeirar,
kjúklingakraftur.
Setjið í pott ásamt 1/2 l. af rjóma og látið malla í góðan tíma.

Steikið hörpudisk á pönnu, saltið og piprið eftir smekk, bætið við rækjum í lokin og hitið.
Berið fram sér.

Sjóðið kartöflur og flysjið, kremjið létt. Meðan þær sjóða er smjör brætt í potti,
1 hvítlauksgeiri pressaður út í og 2 rósmaríngreinar látið malla í smjörinu, síðan hellt yfir kartöflurnar, parmesan yfir allt og látið brúnast létt í ofninum.

.

SALTFISKURHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐURSTÖÐVARFJÖRÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— STEIKTUR SALTFISKUR —

.

Auglýsing