Sveinn og Ágústa með steikta saltfiskinn og meðlæti – sannkallað góðgæti
Steiktur saltfiskur – sannkallað góðgæti
Í Hnífsdal búa Ágústa Þórólfsdóttir, píanókennari við Tónlistarskólann á Ísafirði, og Sveinn Guðjónsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Ágústa er ættuð frá Stöðvarfirði en uppalin á Fáskrúðsfirði, en Sveinn Ísfirðingur. Þau hjón hafa aðgang að þeim bestu þorskhnökkum sem um getur í Hraðfrystihúsinu. Hnakkarnir sem þau hjónin buðu voru létt-pækilsaltaðir yfir nótt áður en þeim var velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu. Sannkallað góðgæti.
Veltið léttsöltuðum þorskhnökkum, upp úr hveiti og steikið á pönnu, setjið í eldfast mót og inn í ofn.
Sósan: Blaðlaukur
2 paprikur rauð og græn,
4 – 5 gulrætur.
Skerið allt grænmetið smátt og mýkið á pönnu.
Kryddið með salti, pipar, grænmetiskryddi, smá karrý,
3 pressaðir hvítlauksgeirar,
kjúklingakraftur.
Setjið í pott ásamt 1/2 l. af rjóma og látið malla í góðan tíma.
Steikið hörpudisk á pönnu, saltið og piprið eftir smekk, bætið við rækjum í lokin og hitið.
Berið fram sér.
Sjóðið kartöflur og flysjið, kremjið létt. Meðan þær sjóða er smjör brætt í potti,
1 hvítlauksgeiri pressaður út í og 2 rósmaríngreinar látið malla í smjörinu, síðan hellt yfir kartöflurnar, parmesan yfir allt og látið brúnast létt í ofninum.
Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)
Emjað í Eyjafirðinum. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér
Til að gera gott Irish Coffee þarf alvöru kaffi, írskt viskí, púðursykur, rjóma og súkkulaðispæni. Þetta blandast svo í réttum hlutföllum eftir kúnstarinnar reglum