Steiktur saltfiskur – sannkallað góðgæti

Steiktur saltfiskur - sannkallað góðgæti ágústa þórólfsdóttir sveinn guðjónsson hnífsdalur ísafjörður stöðvarfjörður hörpudiskur fáskrúðsfjörður
Sveinn og Ágústa með steikta saltfiskinn og meðlæti – sannkallað góðgæti

Steiktur saltfiskur – sannkallað góðgæti

Í Hnífsdal búa Ágústa Þórólfsdóttir, píanókennari við Tónlistarskólann á Ísafirði, og Sveinn Guðjónsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Ágústa er ættuð frá Stöðvarfirði en uppalin á Fáskrúðsfirði, en Sveinn Ísfirðingur. Þau hjón hafa aðgang að þeim bestu þorskhnökkum sem um getur í Hraðfrystihúsinu. Hnakkarnir sem þau hjónin buðu voru létt-pækilsaltaðir yfir nótt áður en þeim var velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu. Sannkallað góðgæti.

— ÁGÚSTA ÞÓRÓLFS  — SALTFISKURHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐURSTÖÐVARFJÖRÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Steiktur saltfiskur

Steiktur saltfiskur – sannkallað góðgæti

Veltið léttsöltuðum þorskhnökkum, upp úr hveiti og steikið á pönnu, setjið í eldfast mót og inn í ofn.

Sósan: Blaðlaukur
2 paprikur rauð og græn,
4 – 5 gulrætur.
Skerið allt grænmetið smátt og mýkið á pönnu.
Kryddið með salti, pipar, grænmetiskryddi, smá karrý,
3 pressaðir hvítlauksgeirar,
kjúklingakraftur.
Setjið í pott ásamt 1/2 l. af rjóma og látið malla í góðan tíma.

Steikið hörpudisk á pönnu, saltið og piprið eftir smekk, bætið við rækjum í lokin og hitið.
Berið fram sér.

Sjóðið kartöflur og flysjið, kremjið létt. Meðan þær sjóða er smjör brætt í potti,
1 hvítlauksgeiri pressaður út í og 2 rósmaríngreinar látið malla í smjörinu, síðan hellt yfir kartöflurnar, parmesan yfir allt og látið brúnast létt í ofninum.

.

— ÁGÚSTA ÞÓRÓLFS  — SALTFISKURHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐURSTÖÐVARFJÖRÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— STEIKTUR SALTFISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.