Ofngrindur og skúffur í uppþvottavélina

Ef uppþvottavélin er ekki alveg full þá er góð hugmynd að setja grindurnar úr ofninum ofan á og hvolfa ofnskúffunni þar yfir.

Ofngrindur og skúffur í uppþvottavélina

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ýmis óhreinindi eiga til að festast illa á grindum og skúffum í bakaraofninum – verulega pirrandi verð ég að segja. Við þessu er ágætt ráð: Setjið ofngrindur og ofnskúffur reglulega í uppþvottavélina. Ef eitthvað verður eftir eftir þvottinn er auðvelt að ná af með pottavír.

Það sama á við um síurnar úr viftunni fyrir ofan eldavélina, ef þær þola að fara í uppþvottavélina er ágætt að þvo þær reglulega.

Húsráð dagsins:
Ofngrindur og ofnskúffur reglulega í uppþvottavélina.

.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉLAR

— OFNGRINDUR OG OFNSKÚFFUR Í UPPÞVOTTAVÉLINA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.