
Bandið á fánastönginni
Fátt er þjóðlegra og fallegra en íslenski fáninn við hún. Við mættum vera enn duglegri að fána (flagga) og gott að rifja upp um notkun fánans. EN: Það getur verið pirrandi að hlusta á fánabandið/flagglínuna slást við stöngina í tíma og ótíma. Við því er einfalt ráð; Vefja bandinu einn eða tvo hringi um stöngina áður en það er fest. Þetta á bæði við þegar fáninn er við hún og ekki.
🇮🇸
— ÞJÓÐLEGT — ÍSLAND — ÍSLENSKT — FÁNINN —
🇮🇸
Munið: Vefja bandinu/flagglínunni einn eða tvo hringi um stöngina áður en það er fest. Þetta á bæði við þegar fáninn er við hún og ekki.

Fáni dreginn í hálfa stöng. Ef draga á fána í hálfa stöng, er það gert með þeim hætti, að fáninn er fyrst dreginn að hún og síðan felldur, svo að 1/3 stangarinnar sé fyrir ofan efri jaðar fánans.


🇮🇸
— ÞJÓÐLEGT — ÍSLAND — ÍSLENSKT — FÁNINN —