Borðsiðafræðsla á Apótekinu

Albert, Ólafur og Bergþór á Apótekinu borðsiðir fyrir börn  apótek restaurant reykjavík iceland barnaborðsiðir kurteisi haldið á hnífapörum hnífapör skálað hvernig á að skála apótekið ólafur bragason mogensen
Albert, Ólafur og Bergþór á Apótekinu

Borðsiðafræðsla á Apótekinu

Hinn hugljúfi Ólafur afadrengur fór með okkur út að borða á Apótekið. Þar fórum við yfir helstu borðsiði með honum; hvernig við skálum, um servíetturnar, hvernig haldið er á hnífapörunum og eitt og annað smálegt sem gott er að vita. Endilega farið yfir borðsiði með ungmennum (á öllum aldri). Krökkum finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og njóta þess að vera í „fullorðinna“ manna tölu.

M.a.s. er krafan um pizzu eða hamborgara látin lönd og leið, af því að nú erum við „fullorðins“. Ólafur og Bergþór fengu sér reyndar sellerírótar-borgara, sem var lostæti, en ég fékk mér fiskveislu dagsins, sem sömuleiðis var dásamlega bragðgóð, auk þess sem allt er svo fallega fram borið í flottu umhverfi. Eina ferðina enn sló maturinn á Apótekinu í gegn. Ekki síst datt hakan niður á maga þegar við fengum eftirréttaúrval, sem jafnframt lék við bragðlaukana. Gaman að vera „fullorðins“!

BORÐSIÐIRSKÁLAÐ — BORÐSIÐANÁMSKEIÐ — APÓTEKIÐ – HNÍFAPÖRSERVÍETTUR

.

Haldið á hnífapörum
Hluti af fiskveislu dagsins
Farið yfir skálun
Eftirréttaplattinn sló í gegn hjá okkur öllum. Fallegir, girnilegir og bragðgóðir eftirréttir.
Albert, Ólafur og Bergþór fyrir utan Apótekið

.

— BORÐSIÐAFÆRSLA Á APÓTEKINU —

BORÐSIÐIRSKÁLAÐ — BORÐSIÐANÁMSKEIÐAPÓTEKIÐHNÍFAPÖRSERVÍETTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Kókoshnetusmjörterta

terta

Kókoshnetusmjörterta. Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.