Borðsiðafræðsla á Apótekinu

Albert, Ólafur og Bergþór á Apótekinu borðsiðir fyrir börn barnaborðsiðir kurteisi haldið á hnífapörum hnífapör skálað hvernig á að skála apótekið ólafur bragason mogensen
Albert, Ólafur og Bergþór á Apótekinu

Borðsiðafræðsla á Apótekinu

Hinn hugljúfi Ólafur afadrengur fór með okkur út að borða á Apótekið. Þar fórum við yfir helstu borðsiði með honum; hvernig við skálum, um servíetturnar, hvernig haldið er á hnífapörunum og eitt og annað smálegt sem gott er að vita. Endilega farið yfir borðsiði með ungmennum (á öllum aldri). Krökkum finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og njóta þess að vera í „fullorðinna“ manna tölu.

M.a.s. er krafan um pizzu eða hamborgara látin lönd og leið, af því að nú erum við „fullorðins“. Ólafur og Bergþór fengu sér reyndar sellerírótar-borgara, sem var lostæti, en ég fékk mér fiskveislu dagsins, sem sömuleiðis var dásamlega bragðgóð, auk þess sem allt er svo fallega fram borið í flottu umhverfi. Eina ferðina enn sló maturinn á Apótekinu í gegn. Ekki síst datt hakan niður á maga þegar við fengum eftirréttaúrval, sem jafnframt lék við bragðlaukana. Gaman að vera „fullorðins“!

BORÐSIÐIRSKÁLAÐ — BORÐSIÐANÁMSKEIÐAPÓTEKIÐHNÍFAPÖRSERVÍETTUR

.

Haldið á hnífapörum
Hluti af fiskveislu dagsins
Farið yfir skálun
Eftirréttaplattinn sló í gegn hjá okkur öllum. Fallegir, girnilegir og bragðgóðir eftirréttir.
Albert, Ólafur og Bergþór fyrir utan Apótekið

.

— BORÐSIÐAFÆRSLA Á APÓTEKINU —

BORÐSIÐIRSKÁLAÐ — BORÐSIÐANÁMSKEIÐAPÓTEKIÐHNÍFAPÖRSERVÍETTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.