Auglýsing
Albert, Ólafur og Bergþór á Apótekinu borðsiðir fyrir börn barnaborðsiðir kurteisi haldið á hnífapörum hnífapör skálað hvernig á að skála apótekið ólafur bragason mogensen
Albert, Ólafur og Bergþór á Apótekinu

Hinn hugljúfi Ólafur afadrengur fór með okkur út að borða á Apótekið. Þar fórum við yfir helstu borðsiði með honum; hvernig við skálum, um servíetturnar, hvernig haldið er á hnífapörunum og eitt og annað smálegt sem gott er að vita. Endilega farið yfir borðsiði með ungmennum (á öllum aldri). Krökkum finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og njóta þess að vera í „fullorðinna“ manna tölu.

M.a.s. er krafan um pizzu eða hamborgara látin lönd og leið, af því að nú erum við „fullorðins“. Ólafur og Bergþór fengu sér reyndar sellerírótar-borgara, sem var lostæti, en ég fékk mér fiskveislu dagsins, sem sömuleiðis var dásamlega bragðgóð, auk þess sem allt er svo fallega fram borið í flottu umhverfi. Eina ferðina enn sló maturinn á Apótekinu í gegn. Ekki síst datt hakan niður á maga þegar við fengum eftirréttaúrval, sem jafnframt lék við bragðlaukana. Gaman að vera „fullorðins“!

Auglýsing

BORÐSIÐIRSKÁLAÐ — BORÐSIÐANÁMSKEIÐAPÓTEKIÐHNÍFAPÖRSERVÍETTUR

Haldið á hnífapörum
Hluti af fiskveislu dagsins
Farið yfir skálun
Eftirréttaplattinn sló í gegn hjá okkur öllum. Fallegir, girnilegir og bragðgóðir eftirréttir.
Albert, Ólafur og Bergþór fyrir utan Apótekið

.

— BORÐSIÐAFÆRSLA Á APÓTEKINU —

.