Valhnetu- og sveppapaté. Verst að maður á svo erfitt með að hætta að borða patéið og þess vegna er ekki verra að tvöfalda uppskriftina, enda allt í lagi að gúffa í sig...
Bananabrauð með sunnudagskaffinu. Þegar brauðið var tilbúin örkuðum við félagar til Gunnars vinar okkar og buðum honum í kaffi (við minntum svolítið á skvísurnar í Aðþrengdum eiginkonum sem færa hver annarri bökur við ýmis tækifæri). Gunnar er önnum kafinn gistihúsaeigandi og þáði kærkomna kaffipásu.
Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.
Hressingarskálinn er eflaust lang-fínasti businessstaðurinn í Reykjavík í matsölu og kaffisölu. Þar er fullt frá morgni til kvölds og eigendur svo stórir með sig, að þeir köstuðu a.m.k. tólf fastagestum út, sem drukkið hafa þar kaffi í áratug, sumir lengur, og gerðu allt að kr. 80-100 þúsund kr. viðskipti á ári eður meira. Ágreiningsefni var, að fyrirtækið mátti ekki vera að því að taka frá borð handa þessum gestum sínum. Það er alltaf munur að kunna sig í veitingamennskunni - sérstaklega þegar efnin eru nógu mikil.