SúkkulaðiFríða á Siglufirði

Fríða og Albert fyrir utan súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði siglufjörður súkkulaði á sigló kaffihús gæða súkkulaði vöfflur
Fríða og Albert fyrir utan súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði

Fríða nam konfektgerð í Brussel og fólk verður gjarnan kjaftstopp sem bragðar á lúxus-góðgætinu hennar á Siglufirði, enda er hver moli eins og ævintýri fyrir bragðlaukana og taugakerfið. Margir hafa spurt af hverju hún sé ekki með útibú í París, London og New York. Það væri reyndar fyllilega verðskuldað að hún hlyti athygli heimsins alls, en það er líka gaman að við fáum að sitja ein að herlegheitunum. En þá verða líka allir sem fara til Siglufjarðar að heimsækja hana. Fríða er óhrædd við að prófa nýtt góðgæti. Það nýjasta er bananabrauð með gæðasúkkulaði, sem er annars vegar borið fram með smjöri og osti og hins vegar með þeirri langbestu karamellusúkkulaðisósu sem ég hef á ævinni bragðað.

FRÍÐA SÚKKULAÐIKAFFIHÚSSIGLUFJÖRÐURSÚKKULAÐIKAFFI- OG VEITINGAHÚS

Það toppar fátt heita súkkulaðið hjá Fríðu á Siglufirði
Úrvalið er mikið í borðinu hjá Fríðu og molarnir hver öðrum betri

.

— SÚKKULAÐIFRÍÐA Á SIGLUFIRÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

Kollukokosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta. Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og á getur verið erfitt að hemja sig...

Ber í rommi

berirommi Ber í rommi

Ber í rommi. Í upphaflegu uppskriftinni voru aðeins ber en ég ákvað að bæta við fleiri ávöxtum. Þannig að nafnið ætti eiginlega að vera: Ávextir í rommi. En hitt hljómar mun betur, sérstaklega ef við höfum í huga hina frægu bók Helgu Sigurðar Grænmeti og ber allt árið sem gárungar þessa lands kölluðu aldrei annað en Ber allt árið