Fríða og Albert fyrir utan súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði
Fríða nam konfektgerð í Brussel og fólk verður gjarnan kjaftstopp sem bragðar á lúxus-góðgætinu hennar á Siglufirði, enda er hver moli eins og ævintýri fyrir bragðlaukana og taugakerfið. Margir hafa spurt af hverju hún sé ekki með útibú í París, London og New York. Það væri reyndar fyllilega verðskuldað að hún hlyti athygli heimsins alls, en það er líka gaman að við fáum að sitja ein að herlegheitunum. En þá verða líka allir sem fara til Siglufjarðar að heimsækja hana. Fríða er óhrædd við að prófa nýtt góðgæti. Það nýjasta er bananabrauð með gæðasúkkulaði, sem er annars vegar borið fram með smjöri og osti og hins vegar með þeirri langbestu karamellusúkkulaðisósu sem ég hef á ævinni bragðað.
Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.
Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili. Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....
Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.
Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var "hrásalat" Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.