Rabarbarapæ með bláberjum, súkkulaði og kókos

Rabarbarapæ með bláberjum, súkkulaði og kókos blóðberg sumarlegt kaffimeðlæti sumar með kaffinu fljótlegt einfalt
Sumarlegt, bragðgott rabarbarapæ með bláberjum, súkkulaði og kókos.

Rabarbarapæið fræga í sumarútgáfu:

Bláber, súkkulaði og kókosmjöl. Verulega gott kaffimeðlæti og rúmlega það. Nýtum rabarbarann gott fólk 🙂

.

RABARBARAPÆIÐ FRÆGAKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERRABARBARI — BESTU RABARBARAUPPSKRIFTIRNAR —

🙂

Rabarbarapæ með bláberjum, súkkulaði og kókos

Rabarbari, brytjaður
1 dl gott súkkulaði, brytjað (ekki of smátt)
1 dl bláber
200 g smjör
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
2 egg
2-3 msk kókosmjöl.

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, ca botnfylli. Setjið bláber og súkkulaði yfir.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann og kókosmjölið þar yfir. Bakið við 170°C í ca 25 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

.

RABARBARAPÆIÐ FRÆGAKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERRABARBARI — BESTU RABARBARAUPPSKRIFTIRNAR —

— RABARBARAPÆ MEÐ BLÁBERJUM, SÚKKULAÐI OG KÓKOS —

🙂

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn. Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

Matur og fjölbreytt áhrif hans

Matur og fjölbreytt áhrif hans. Fátt er skemmtilegra en borða góðan mat með góðu fólki, það er líka gaman að tala um mat og áhrif hans á líkamann. Við Elísabet Reynisdóttir, Beta Reynis næringarfræðingur, fórum til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í viðtal og sögðum þar sögu okkar. Frá því í haust höfum við hist reglulega. Fyrst byrjaði ég á því að skrifa matardagbók, síðan tóku við ýmsar skemmtilegar „tilraunir" til að sjá hvernig ég mundi bregðast við og hver upplifunin væri. Allt þetta of fjölmargt annað í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hlusta má á þáttinn hér.

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Tékklisti fyrir utanlandsferðir. Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið