Rabarbaragrautur – þjóðlegur og gómsætur

Rabarbaragrautur rabbabaragrautur rabarbari rabbabari grautur eftirréttur úr rabarbara sumardesert desert
Þjóðlegur og gómsætur rabarbaragrautur. Í grautinn var notaður vínrabarbari, það skýrir fagurrauða litinn.

Rabarbaragrautur – þjóðlegur og gómsætur

Dásamlegi rabarbaragrauturinn – góður heitur, volgur eða kaldur. Gott er að hafa í huga að rabarbari er mis-súr og kannski þarf að bæta við sykri í uppskriftina.

.

RABARBARI GRAUTAREFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGT

.

Rabarbaragrautur

1 kg rabarbari, skorinn bita
200 g sykur
3 dl vatn
2 tsk vanillusykur (eða rúmlega það)
1/3 tsk salt.

Setjið allt í pott og sjóðið í 20 mín á vægum hita. Takið af hitanum.

1 1/2 – 2 msk kartöflumjöl
1 dl kalt vatn
Hristið eða hrærið saman kartöflumjöl og vatni, hellið saman við grautinn og hrærið í um leið.

Setjið í skál og stráið sykri yfir svo ekki myndist skán.

Berið grautinn fram heitan, volgan eða kaldan. Borðið með hálfþeyttum eða óþeyttum rjóma.

Vínrabarbari

.

RABARBARI GRAUTAREFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGT

— RABARBARAGRAUTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum IMG_1536

Sítrónubaka með ferskum berjum. Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans - starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. “Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel”