Karamella – heimagerð og kærkomin

Karamella - heimagerð og kærkomin
Kærkomin heimagerð karamella. Best er að skera karamelluna langs og þvers (í hæfilega stóra bita) áður en hún harðnar of mikið. Þegar ég var nýbúinn að hella karemellunni á smjörpappírinn hringdi Helga vinkona mín, við gleymdum okkur í spjalli um mat og gamlar uppskriftir. Þegar símtalinu lauk var karamellan sem sagt orðin næstum því köld og brotnaði við skurðinn 🙂

Karamella – heimagerð og kærkomin

Í æsku minni gerðum við systkinin karamellur reglulega – það er kannski ekki til fyrirmyndar í nútímanum að börn séu að hræra í brennandi heitum sykrinum. Það þarf að hræra rólega í sykrinum þangað til sykurinn er orðinn passlega brúnn.

KARAMELLU….  — NAMMIHELGA

.

Karamella – heimagerð og kærkomin

3 dl sykur
1 dl síróp
2,5 dl rjómi
70 g ósaltað smjör
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Setjið allt á pönnu eða í pott og sjóðið þangað til karamellan er orðin fallega brún (ekki dökkbrún). Ekki hafa lokið á. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið karamellunni þar á (hafið smjöpappírklædda ofnskúffuna tilbúna áður en þið byrjið að brúna sykurinn). Best er að skera karamelluna þegar hún er hálf volg og láta svo kólna alveg áður en hún er brotin í bita.

.

KARAMELLU….  — NAMMIHELGA

— KÆRKOMIN KARAMELLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín

Palak sósa með tófú

indland

Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.