Sveppatínsla og sveppabyggottó

Sveppabyggottó furusveppir kóngasveppir lerkisveppir sveppir risottó bygg sunna valgerðardóttir Fnjóskadalur
Sveppabyggottó

Sveppatínsla og sveppabyggottó

„Við fórum alltaf í sveppamó á haustin í sveitinni minni í Fnjóskadal, þar sem er yfirleitt allt gult af lerkisveppum þegar best lætur. En það er ekki eins mikið af lerkiskógum í nágrenni borgarinnar svo nú eru það furu- og kóngasveppir sem rata oftast í pokann minn og þeir eru ekki síðri” segir Sunna Valgerðardóttir fréttamaður.

SVEPPIRBYGGRISOTTÓFNJÓSKADALUR

.

Ég fór með vini mínum á Hólmsheiði til að skoða sveppatíðina eftir þetta skrítna sumar og viti menn, við náðum að fylla tvo appelsínu-strigapoka á rúmum klukkutíma.

Stærstur hluti uppskerunnar fór í þurrkofninn og eitthvað fór í frystinn. Það er frábært að elda þurrkaða sveppi, þeir haldast svo vel. Muna bara að leggja þá í bað í svona klukkutíma áður en það á að elda úr þeim. Frystir virka þeir líka mjög vel.

Ég var líka svöng, og svepparísottó er eitt það besta sem ég fæ, svo það varð fyrir valinu í kvöldmatinn. Nema ég átti ekki risottógrjón, ekkert hvítvín og ekkert sellerí. Og nennti alls ekki í búðina. Svo ég sauð perlubygg upp úr kjúklingasoði, steikti sveppina upp úr smjöri með hvítlauk, steinselju og sítrónusafa. Soðnu bygginu er svo húrrað á pönnuna með smá soði, meira smjöri, fullt af parmesan, smá chilli, salt og pipar og aðeins meiri sítrónu. Þetta má svo malla í smá stund með stöðugri upphræringu og þá er komið hið fínasta hollustu-leti-rísottó. Svo parmesan yfir, jafnvel rúkóla og smá fetaostur með í skálina. Alles klar.

SVEPPIRBYGGRISOTTÓFNJÓSKADALUR

— SVEPPATÍNSLA OG SVEPPABYGGOTTÓ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.