Háttprýði og borðreglur á Hvítárbakka — fyrri hluti

sigurður þórðarson Sigurður þórólfsson skólastjóri borgarfjörður hvítárbakki lýðháskólinn á hvítárbakka hvítárbakki kurteisi borðsiðir háttprýði
„Byrjaðu ekki borða eða drekka við borð fyr en þér hefir verið sagt til með því að segja: „Gera svo vel“ – þú svarar því með skýru þakklæti.”

Háttprýði og borðreglur á Hvítárbakka — fyrri hluti

Sigurður Þórólfsson var skólastjóri Lýðháskólans á Hvítárbakka í Borgarfirði á árunum 1905–1920. Hann kenndi ungu fólki allt milli himins og jarðar svo sem um sögu forfeðranna, um gang himintunglanna, grasafræði, dýrafræði o.s.frv. Sigurður Þórðarson geymir samantekt afa síns um háttprýði þar sem hann útskýrir hvernig menn eiga að hegða sér í viðurvist annarra. Skólastjórinn hefur áreiðanlega lesið þetta upp fyrir nemendurna svo þeir gætu tileinkað sér háttprýði og góða siði.

— „ —

KURTEISI/BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐÍSLENSKTBORGARFJÖRÐURSEINNI HLUTI

— „ —

HÁTTPRÝÐI OG BORÐREGLUR (fyrri hluti) eftir Sigurð Þórólfsson.

— „ —

Þegar þú kemur að bæ í sveit, eða húsi í kaupstað, þá gengur þú ekki inn fyr en þú hefir gert vart við þig, með því að berja þrjú létt högg, öll jafn þung.

Þú heilsar þeim, sem út kemur að fyrra bragði, með föstu, hlýlegu handtaki og þérar hann, ef þið ekki eruð kunnugir og áður orðnir „dús“.

Þegar þú kemur til dyra, til þess að taka á móti gesti, átt þú að ávarpa gestinn að fyrra bragði eftir að þið hafið heilsast. Þú spyrð hann að nafni og hvaðan hann sé, síðan býður þú honum inn.

Ef þú ert gestur, þá spyr þú þann, er að dyrum kom að nafni, en þó ekki fyr en heimamaðurinn hefir ávarpað þig, nema því aðeins að hann þekki ekki þessa kurteisisvenju.

Þú gerir boð fyrir húsbóndann eða þann sem þú ætlar að finna, ef hann er ekki sá, sem talar við þig.

Húsbóndinn býður gesti sínum inn eða þá húsmóðirin, eða þá einhver í þeirra stað.

Þú lætur gest þinn ganga inn á undan þér, en ekki á eftir og lætur hann vera hægra megin við þig. – Þú opnar hurðir, svo gestur þinn þurfi ekki að gera það.

Þú ferð úr yfirklæðum þínum, reiðfötum o.s.frv., ef þú ert gestur, áður en þér er boðið í stofu.

Sá sem býður inn gesti tekur við yfirklæðum hans og geymir þau.

Nú vill gesturinn ekki koma inn þótt honum sé boðið það, þá þakkar hann kurteislega og afsakar það að hann megi ekki vera að því, t.d. sé á hraðri ferð – hafi of nauman tíma.

Sé erindið nokkuð langt, þá sæmir ekki að hafna boðinu, heldur ganga inn og afljúka því þar.

Gesturinn heilsar öllum með handabandi, eins barninu og gamalmenninu. Unglinga fyrir innan fermingu þúar þú, nema stúkur með miklum þroska, þótt ekki séu eldri en 13 – 14 ára.

Þú, eða einhver annar situr hjá gesti þínum honum til skemtunar. En megir þú ekki vera að því, eða neinn fyrir þína hönd, þá afsakar þú það.

Ef þú ert gestur þegar þannig stendur á, þá tekur þú því svo, að húsbóndi finni til samhygðar þinnar í þessu.

Ef þú kemur inn þar sem gestur er fyrir, þá áttu sem heimamaður, að heilsa gestinum að fyrra bragði.

Hvort sem þú ert karl eða kona þá fylgir þú þessum reglum.

Þegar þú berð eitthvað fram á borð handa gesti þínum, þá átt þú að bjóða honum fyrst, en ekki húsbóndanum, ef þú ert ekki sjálfur húsbóndinn.

— „ –

B O R Ð R E G L U R

— „ –

Láttu gestinn sitja við hægri hlið þína, ef þeir eru margir þá þann næstan, sem mesta mannvirðingu hefir.

Ef tveir gestir heimsækja þig, sem jafnir teljast að mannvirðingu, þá sýnir þú þeim. sem eldri er meiri virðingu og býður honum alt fyrst, og sé annar þér kunnugri en hinn, þá situr sá ókunnari í fyrirrúmi.

Byrjaðu ekki borða eða drekka við borð fyr en þér hefir verið sagt til með því að segja: „Gera svo vel“ – þú svarar því með skýru þakklæti.

Þú tekur þér ekki sæti, hvorki við borðið eða annarstaðar án þess þér sé boðið.

Þegar þú býður gestum þínum eitthvað af borðinu, þá býður þú kvenfólki fyrst, nema það sé á heimilinu, þá ganga gestirnir fyrir því.

Taktu vel eftir hvernig á borð er borið. Með súkkulaði er borið auk brauðs, sykur og rjómi. Ekki skaltu hella rjóma í bolla þinn eða láta sykur í hann, en teskeiðin sem fylgir, er notuð til að hræra í súkkulaðinu.

Þegar þú sest undir borð við máltíð, þá veitir þú því eftirtekt hvort tvær skeiðar eru hjá diski þínum, sé svo, þá er önnur minni en önnur stærri. Sú minni kallast „desert“ skeið og bendir á, að „desert verði þriðji réttu á borðinu, eða eftirmatur. Þú notar því fyrst aðeins stærri skeiðina.

Vökvun er alt af borðuð fyrst, þar sem fínt borðhald er.

Þegar harðfiskur er á borðum er hann borðaður fyrst, á undan brauði, en ekki með brauði.

Hræktu ekki fram úr þér beinum eða öðru úr mat við borðið, láttu það fram úr þér, á diskbrúnina, með fingrunum.

Taktu aldrei meira af einni matartegund á borðinu en svo, að þú sjáir að aðrir borðgestir geti fengið eins. Hið lakasta á að borða fyrst, en hið betra síðar.

Haltu liðlega á gafflinum, og vertu ekki eins og þú sért á nálum þegar þú tekur eitthvað til þín af borðinu.

Borðaðu aldrei ruddalega, láttu ekki heyrast til þín sötur úr skeiðinni eða hún sökkvi gámslega í þig eins og biti í soltinn seppa.

Þegar þú býður eitthvað af borðinu, áttu að rétta þeim, sem erfitt eiga með að ná í, stúlkunum fyrst og karlmönnum svo (undanþ. þegar gestir eru) og alt af eftir röð.

Sért þú húsbóndinn eða í hans stað, þá tekur þú ekki af neinni tegund af borðinu fyr en aðrir hafa fengið. Þú lætur alt af sjálfan þig sitja á hakanum.

Ekki átt þú að ropa undir borðum eða þar sem einhver er. Geispaðu ekki nema þú látir klút fyrir munn þér um leið. Teygðu ekki höndur þínar upp undir borðum. Reyktu ekki undir borðum nema með samþykki annara.

Ef þú þarft að fara frá borðum áður en aðrir, þá afsakar þú það og segir svo: „Verði ykkur að góðu“. Þegar borðhaldi er lokið stendur þú fyrst upp, ef þú ert húsbóndi eða í hans stað, og segir: „Verði ykkur að góðu“. Þá segja borðgestirnir: „Þakka þér (yður) fyrir“ eða: „Takk“.

— „ –

Sigurður Þórólfsson (1869-1929)

— „ —

Hvítárbakkaskóli í Borgarfirði

— „ —

KURTEISI/BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐÍSLENSKTBORGARFJÖRÐURSEINNI HLUTI

— HÁTTPRÝÐI Á HVÍTÁRBAKKA —

— „ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.