Baklava

Baklava Grikkland Filo deig möndlur kanill hnetur Tyrkland grískur matur
Baklava

Baklava

Það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar grískur matur og drykkur er annars vegar er trúlega feta, ouzo og baklava. Uppistaðan í baklava er smjördeig, möndlur/hnetur, smjör og hunangsbráð. Einstaklega ljúffengur eftirréttur (það er eiginlega ekki nokkur leið að hætta….).

— GRIKKLANDTYRKLANDEFTIRRÉTTIR

.

Baklava

1-2 pokar filo-deig (smjördeig í örþunnum blöðum)*
1 poki möndlur með hýði
1 poki saxaðar hnetur, t.d. valhnetur eða heslihnetur
200 g smjör
2 tsk kanill

Sykurbráð:

2 dl vatn
2 dl sykur
1 dl hunang
2 tsk vanilludropar.

Saxið möndlur og hnetur, blandið með kanil í skál. Bræðið smjör og penslið eldfast, ferkantað form. *Leggið tvöfalt lag af þynnum í botninn. Penslið og stráið 1-2 msk af hnetum yfir.*

Endurtakið frá * til * þar til hneturnar eru búnar. Leggið nú sex þynnur yfir og penslið á milli þeirra allra.
Skerið út þríhyrninga með beittum hníf, fyrst þverlínur, þá skálínur.
Bakið við 170 gráður í 50 mín. eða þar til yfirborðið hefur tekið góðan lit.
Á meðan er soðið saman vatn, sykur og hunang í 20 mín. Vanillu bætt út í í lokin. Hellt yfir baklavað þegar það kemur úr ofninum.
Borið fram volgt eða við stofuhita. Hér uppi í N-Atlanshafi elskum við rjóma eða ís með mörgu bakkelsi og látum það bara eftir okkur, en það þætti áreiðanlega nokkuð sérkennilegt í upprunalöndum baklava, Grikklandi og Tyrklandi.

Baklava
Baklava
Baklava
Baklava
Baklava
Baklava

*Fæst frosið t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup og í fleiri búðum.

.

— BAKLAVA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.