Baklava

Baklava Grikkland Filo deig möndlur kanill hnetur Tyrkland grískur matur
Baklava

Baklava

Það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar grískur matur og drykkur er annars vegar er trúlega feta, ouzo og baklava. Uppistaðan í baklava er smjördeig, möndlur/hnetur, smjör og hunangsbráð. Einstaklega ljúffengur eftirréttur (það er eiginlega ekki nokkur leið að hætta….).

— GRIKKLANDTYRKLANDEFTIRRÉTTIR

.

Baklava

1-2 pokar filo-deig (smjördeig í örþunnum blöðum)*
1 poki möndlur með hýði
1 poki saxaðar hnetur, t.d. valhnetur eða heslihnetur
200 g smjör
2 tsk kanill

Sykurbráð:

2 dl vatn
2 dl sykur
1 dl hunang
2 tsk vanilludropar.

Saxið möndlur og hnetur, blandið með kanil í skál. Bræðið smjör og penslið eldfast, ferkantað form. *Leggið tvöfalt lag af þynnum í botninn. Penslið og stráið 1-2 msk af hnetum yfir.*

Endurtakið frá * til * þar til hneturnar eru búnar. Leggið nú sex þynnur yfir og penslið á milli þeirra allra.
Skerið út þríhyrninga með beittum hníf, fyrst þverlínur, þá skálínur.
Bakið við 170 gráður í 50 mín. eða þar til yfirborðið hefur tekið góðan lit.
Á meðan er soðið saman vatn, sykur og hunang í 20 mín. Vanillu bætt út í í lokin. Hellt yfir baklavað þegar það kemur úr ofninum.
Borið fram volgt eða við stofuhita. Hér uppi í N-Atlanshafi elskum við rjóma eða ís með mörgu bakkelsi og látum það bara eftir okkur, en það þætti áreiðanlega nokkuð sérkennilegt í upprunalöndum baklava, Grikklandi og Tyrklandi.

Baklava
Baklava
Baklava
Baklava
Baklava
Baklava

*Fæst frosið t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup og í fleiri búðum.

.

— BAKLAVA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur. Það er gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, ég sá á netinu hafrasmákökur með fíflablómum í. Já! hljómar framandi í fyrstu en hver segir að smákökur tengist bara jólunum. Nýtum okkur túnfíflana á meðan þeir eru.