Ástæðan fyrir lystarleysi barna og ráð við því

  • Heilsufræði handa húsmæðrum vilmundur jónsson læknir kristín ólafsdóttir læknir ísafjörður noregur danmörk taugaveikluð börn
    Heilsufræði handa húsmæðrum

Ástæðan fyrir lystarleysi barna og ráð við því

Lystarleysi barna stafar oft af kenjum fyrir of mikið eftirlæti og dekur. Skyldu foreldrar varast að láta börn verða of mikið vör við áhyggjur sínar út af því, hvernig þau láta við mat. Óhófleg umhyggja í þeim efnum getur gert börnin taugaveikluð. Stundum er þjóðráð að senda slík börn að heiman um tíma.

– Heilsufræði handa húsmæðrum eftir Kristínu Ólafsdóttur

Kristín Ólafsdóttir (1889 -1971) var íslenskur læknir og fyrsta konan sem lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands. Að loknu embættisprófi stundaði hún framhaldsnám í Danmörku og Noregi, ásamt eiginmanni sínum, Vilmundi Jónssyni lækni, og fóru þau fyrst í stað til starfa við lækningar á Ísafirði. Mynd og myndatexti: Háskóli Íslands.
Taugaveiklað barn

.

GÖMUL RÁÐDANMÖRKÍSAFJÖRÐURNOREGUR

— LYSTARLEYSI BARNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Tékklisti fyrir utanlandsferðir. Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið

Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.