Ástæðan fyrir lystarleysi barna og ráð við því

  • Heilsufræði handa húsmæðrum vilmundur jónsson læknir kristín ólafsdóttir læknir ísafjörður noregur danmörk taugaveikluð börn
    Heilsufræði handa húsmæðrum

Ástæðan fyrir lystarleysi barna og ráð við því

Lystarleysi barna stafar oft af kenjum fyrir of mikið eftirlæti og dekur. Skyldu foreldrar varast að láta börn verða of mikið vör við áhyggjur sínar út af því, hvernig þau láta við mat. Óhófleg umhyggja í þeim efnum getur gert börnin taugaveikluð. Stundum er þjóðráð að senda slík börn að heiman um tíma.

– Heilsufræði handa húsmæðrum eftir Kristínu Ólafsdóttur

Kristín Ólafsdóttir (1889 -1971) var íslenskur læknir og fyrsta konan sem lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands. Að loknu embættisprófi stundaði hún framhaldsnám í Danmörku og Noregi, ásamt eiginmanni sínum, Vilmundi Jónssyni lækni, og fóru þau fyrst í stað til starfa við lækningar á Ísafirði. Mynd og myndatexti: Háskóli Íslands.
Taugaveiklað barn

.

GÖMUL RÁÐDANMÖRKÍSAFJÖRÐURNOREGUR

— LYSTARLEYSI BARNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.