F.v. Elísabet, Steinunn, Helga, Bergdís, Bjarney, Vilborg, Sólveig, Jóna, Esther, Soffía, Guðrún, Vildís, Kristín og SvanhvítHommabrauðið góða, gerbollur, flatbrauð með hangikjöti, möndlukökur og marengsbombaLesið úr óborganlega skemmtilegum jólakortum sem Bergþór fær frá leyndum, óþekktum aðdáanda.Íslenskt Limoncello. Sætur og bragðmikill líkjör úr lífrænum ítölskum sítrónum og fersku íslensku bergvatni sem vel má mæla með. – LIMONCELLO.ISGúrkusamlokur, flatbrauð, möndlukökur, marengsterta með kókosbollum og marengs og rabarbara- og bláberjapæSteinunn og Bergdís fínisera borðið. Neðst er rabarbara- og bláberjapæ, ástarpungar, hommabrauðið góða með reyktum laxi, laxarúllur og ýmislegt fleira.Marengsterta með berjum og kókosbollum sem Vilborg kom með
Já, við tökum á móti hópum og höldum veislur – NÁNAR HÉR
Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.
Rúsínubollur - mjúkar og góðar. Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.
Krækiberjasafi í klökum. Það er upplagt að setja ber í safapressu og frysta safann í klakapokum til að nota í bústið í vetur. Enginn auka sykur eða önnur aukaefni.
Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)