Ástæðan fyrir lystarleysi barna og ráð við því

  • Heilsufræði handa húsmæðrum vilmundur jónsson læknir kristín ólafsdóttir læknir ísafjörður noregur danmörk taugaveikluð börn
    Heilsufræði handa húsmæðrum

Ástæðan fyrir lystarleysi barna og ráð við því

Lystarleysi barna stafar oft af kenjum fyrir of mikið eftirlæti og dekur. Skyldu foreldrar varast að láta börn verða of mikið vör við áhyggjur sínar út af því, hvernig þau láta við mat. Óhófleg umhyggja í þeim efnum getur gert börnin taugaveikluð. Stundum er þjóðráð að senda slík börn að heiman um tíma.

– Heilsufræði handa húsmæðrum eftir Kristínu Ólafsdóttur

Kristín Ólafsdóttir (1889 -1971) var íslenskur læknir og fyrsta konan sem lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands. Að loknu embættisprófi stundaði hún framhaldsnám í Danmörku og Noregi, ásamt eiginmanni sínum, Vilmundi Jónssyni lækni, og fóru þau fyrst í stað til starfa við lækningar á Ísafirði. Mynd og myndatexti: Háskóli Íslands.
Taugaveiklað barn

.

GÖMUL RÁÐDANMÖRKÍSAFJÖRÐURNOREGUR

— LYSTARLEYSI BARNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs innanhússarkitekt. Fyrir tæpum tuttugu árum tókum við baðherbergið í gegn með aðstoð Sigurbjargar Pétusdóttur innanhússarkitekts sem þá var nýkomin heim úr námi frá Ítalíu. Vala Matt gerði ferlinu skil í hinum geysivinsæla þætti Innlit/útlit á Skjá einum. Í einhverjum æskugalsa fór ég í freyðibað sem var sýnt í þættinum ásamt breytingunni frá upphafi til enda. Baðkarið góða gaf sig fyrr í sumar og þá var ekkert annað í stöðunni en ræsa út Sibbu og úr varð að við settum upp sturtu.

Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili.  Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....

Raspterta, já rasptertan góða

Raspterta

Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...