Eplakrambúl
Í minni fyrstu ferð til Ísafjarðar gisti ég á gistiheimili Áslaugar Jensdóttur sem er borin og barnfæddur Ísfirðingur (og Norðfirðingur í föðurætt). Áslaug starfaði á táningsárum sem barnfóstra Ashkenazy hjónanna og ferðaðist með þeim víða um heim. Þessi eplaeftirréttur er frá þeim kominn þó Áslaug hafi breytt honum lítil eitt.
— EPLI — EFTIRRÉTTIR — ÍSAFJÖRÐUR — NESKAUPSTAÐUR — FAKTORSHÚS —
.
Eplakrambúl
1/2 bolli sykur
1/2 bollli hveiti
1/2 bolli Alpen (ég set helming af kókosmjöli og helming af haframjöli)
1/2 bolli brætt smjör (eða matarolía)
1 tsk kanill
6-7 epli
1/2 bolli vatn
(ég nota eplamauk úr krukku)
Aðferð:
Eplin soðin í vatninu (afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita).
“Hinu” öllu hrært saman.
Eplin sett í eldfast mót.
Blöndunni (“hinu”) stráð yfir, síðan má setja nokkrar (súkkulaði) rúsínur yfir.
Bakað í ofni í u.þ.b. 30 mínútur (ég met það eftir því hvenær mér finnst þetta vera orðið vel bakað) á 180-200°C
Borið fram heitt, með þeyttum rjóma eða ís.
.
— EPLI — EFTIRRÉTTIR — ÍSAFJÖRÐUR — NESKAUPSTAÐUR — FAKTORSHÚS —
.