Eplakrambúl – Ashkenazy hjónanna

Eplakrambúl - Ashkenazy epli eplaeftirréttur desert FAKTORSHÚSIÐ ÍSAFIRÐI ÁSLAUG JENSDÓTTIR GISTIHEIMILI ÁSLAUGAR ÞÓRUNN
Eplakrambúl – Ashkenazy hjónanna

Eplakrambúl

Í minni fyrstu ferð til Ísafjarðar gisti ég á gistiheimili Áslaugar Jensdóttur sem er borin og barnfæddur Ísfirðingur (og Norðfirðingur í föðurætt). Áslaug starfaði á táningsárum sem barnfóstra Ashkenazy hjónanna og ferðaðist með þeim víða um heim. Þessi eplaeftirréttur er frá þeim kominn þó Áslaug hafi breytt honum lítil eitt.

EPLIEFTIRRÉTTIRÍSAFJÖRÐURNESKAUPSTAÐURFAKTORSHÚS

.

Áslaug og Albert í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað á Ísafirði sem þau hjónin, Áslaug og Magnús tóku í gegn

Eplakrambúl

1/2 bolli sykur
1/2 bollli hveiti
1/2 bolli Alpen (ég set helming af kókosmjöli og helming af haframjöli)
1/2 bolli brætt smjör (eða matarolía)
1 tsk kanill

6-7 epli
1/2 bolli vatn
(ég nota eplamauk úr krukku)

Aðferð:
Eplin soðin í vatninu (afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita).
“Hinu” öllu hrært saman.
Eplin sett í eldfast mót.
Blöndunni (“hinu”) stráð yfir, síðan má setja nokkrar (súkkulaði) rúsínur yfir.

Bakað í ofni í u.þ.b. 30 mínútur (ég met það eftir því hvenær mér finnst þetta vera orðið vel bakað) á 180-200°C

Borið fram heitt, með þeyttum rjóma eða ís.

Eplakrambúl

.

EPLIEFTIRRÉTTIRÍSAFJÖRÐURNESKAUPSTAÐURFAKTORSHÚS

— EPLAKRAMBÚL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Konfektterta

Konfektterta. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

Þvagsýrugigt – einkenni hurfu með breyttu mataræði

kjot

Þvagsýrugigt - einkenni hurfu með breyttu mataræði. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.