Royalistar á Ísafirði – Ladies who Lunch

Ladies who Lunch GENGILBEINA ganga um beina Bergþór Pálsson, Fjölnir Ásbjörnsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Inga María Guðmundsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Birna Lárusdóttir, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir og Albert hnífsdalur Ladies who Lunches Hátíðarfundur hjá ísfirskum royalistum. F.v. Albert, Sigríður, Fjölnir (butlerinn), Birna, Hugrún, Guðfinna, Bergþór, Inga María og Jóna Símonía BJARNADÓTTIR ísafjörður royal Sans-Rival í hátíðarbúningi Junior-terta skírnarterta fermingarterta með marzipani Royalistar royal konungs margrét þórhildur ísafjörður DANMÖRK danska drottningin drottning kóngur konungur veisla royalistar
Hátíðarfundur hjá ísfirskum royalistum. F.v. Albert, Sigríður, Fjölnir (butler hópsins), Birna, Heiðrún, Guðfinna, Bergþór, Inga María og Jóna Símonía.

Ladies who Lunch er félag vinkvenna sem halda reglulega „konungleg“ boð í anda Royalista. Flestar þeirra eru búsettar á Ísafirði en hópnum eru einnig konur úr Bolungarvík og af höfuðborgarsvæðinu.

Brúðkaup, jarðarfarir og aðrir merkisviðburðir innan bresku konungsfjölskyldunnar og konungsfjölskyldna á Norðurlöndum eru tilefni til að hittast og eru veitingar og klæðnaður þá jafnan í anda tilefnis hverju sinni. Félagið hélt elegant hátíðarfund þar sem þemað var danska konungsfjölskyldan. Í fróðlegu erindi sagði Jóna Símonía frá dönskum konungum og drottningum og rifjaði upp heimsókn Margrétar Þórhildar drottningar og föruneytis til Ísafjarðar í lok síðustu aldar og margt fleira bar á góma yfir bragðgóðum veitingum ísfirskra royalista. Húsbóndinn á heimilinu, séra Fjölnir, gegndi hlutverki butlers og gekk um beina – eftir því var tekið hve vel hann stóð sig.

Heiðrún bar fram tvær tertur sem móðir hennar bakaði og tilheyra fjölskyldu þeirra. Saga þeirra er neðst í færslunni.

🇩🇰

ROYALÍSAFJÖRÐURDANMÖRKHNÍFSDALURDROTTNINGARGENGILBEINUR

👑

F.v. Bergþór Pálsson, Fjölnir Ásbjörnsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Inga María Guðmundsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Birna Lárusdóttir, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir og Albert

👑 

Sans-Rival í hátíðarbúningi

Sans-Rival í hátíðarbúningi
(fermingarterta með marzipani)

Botnar:
200 g möndlur
200 g flórsykur
6 eggjahvítur
(4 botnar 25-28 sm)

Hvíturnar stífþeyttar. Fjórða hluta sykurins blandað saman við saxaðar möndlurnar. Restinni blandað smátt og smátt saman við hvíturnar.
Möndlunum blandað varlega saman við.
Deiginu skipt í fjóra hluta. Smurt á velsmurðan hveiti stráðan álpappír.
Bakað við 180° C þar til ljósbrúnt. Hvolft strax á sykri stráðan pappír (gerir ekkert til þó þeir brotni).
Álpappírinn tekinn varlega af.

Nougat:
50 g möndlur
1 dl sykur

Sykur bræddur í potti, möndlum bætt í.
Látið á plötu. Hakkað í möndlukvörn þegar kólnar.

Smjörkrem:
1 dl sykur
1 dl vatn
4 eggjarauður
200-225 gr smjör

Sjóðið sykur og vatn (5-10 mín) þar til prufa sem sett er á teskeið stífnar ef skeiðinni er dýft í kalt vatn í glasi. Rauðurnar þeyttar þar til þær þykkna og verða gular. Sykurleginum hellt í mjórri bunu yfir, þeytt á meðan og þar til fer að kólna. Mjúkt smjörið sett saman við smátt og smátt.
Nougat sett saman við kremið.

Marzipan til að hylja kökuna.

Kakan sett saman:

Botn-krem-botn-krem-botn-krem-botn– krem.
Best er að setja kökuna saman daginn áður og setja marzipanið á rétt fyrir notkun.
Einnig er hægt að frysta kökuna (jafvel með marzipaninu) þó betra að frysta hana eingöngu með kreminu því marzipanið “svitnar” þegar það er afþýtt.
Þykir algjört sælgæti!

Við Bergþór héldum erindi um hvað gott er að hafa í huga í konunglegum veislum og öðrum veislum.
Junior-terta (skírnarterta)

Junior-terta (skírnarterta)

Botn:
100 g möndlur
100 g hnetur
200 g flórsykur
6 eggjahvítur

Súkkulaðikrem:
100 g sykur
1 dl vatn
½ tsk instant kaffi
4 eggjarauður
200 g smjör
75 g suðusúkkulaði

Möndlukrem:
75-100 g möndlur
75-100 g hnetur
3 dl rjómi
50 g flórsykur
2-3 dropar
möndluolía

Möndlurnar og hnetur saxaðar. Hvítur stífþeyttar.
Sykur settur út í smátt og smátt. Skilja eftir smávegis til að blanda saman við möndlurnar. Þessu blandað saman við stífþeyttar hvíturnar. Bakað á velsmurðum álpappír,, sem hefur verið hveitistráður. Losað strax (hvolft) á sykri stráðan pappír. Kökunni snúið strax við.

4 botnar. Bakað við 180° þar til ljósbrúnt.
Einn botn valinn til að vera efstur (sá fallegasti)

Súkkulaðikremið gert eins og smjörkremið í Sans Rival, nema kaffiduftið er soðið með sykri og vatni og súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og kælt og sett síðast út í kremið (á eftir smjörinu).

Möndlukremið: rjóminn þeyttur og möndlum og sykri blandað varlega saman við.

Kakan lögð saman:
Botn-möndlukrem-súkkulaðikrem,
botn-möndlukrem-súkkulaðikrem,
botn-möndlukrem-súkkulaðikrem
botn efstur, skreytt með rjóma og súkkulaði-rúsínum.

Best að setja kökuna saman daginn áður en skreyta samdægurs. Einnig má fyrsta hana og skreyta svo rétt fyrir notkun. Þykir algjört sælgæti!

Jóna Símonía hélt erindi um dönsku fjölskylduna og rifjaði upp heimsókn drottningar og föruneytis til Ísafjarðar á tíunda áratugnum.
Fríkadellur

Frikadellur frk Jensens

1/2 kg hakk, blanda af svíni og nauti best
4-5 msk hveiti
1 egg
1 rifinn laukur
2-3 dl mjólk eða góður kraftur
Salt og pipar

Ég skelli hakkinu ì matvinnsluvél með hveiti, eggi og rifnum lauk. Vökvanum hellt saman við í skömmtum og hrært í á milli og svo kryddað. Gott að láta farsið standa svosem hálftíma en svo eru bollur steiktar í smá feiti. Fyrir veislur er upplagt að gera litlar bollur með teskeið en annars nota matskeið. Gott að bera góða sultu fram með þeim en það má auðvitað líka hafa allskyns sósur.

Marsipankökur með aðalbláberjum. Marsipan úr sprautupoka, suðusúkkulaði, spænt niður og svo frosin aðalbláber (úr Hnífsdal 😉 ). Sett í lítið muffins form og bakað í 16-18 mín við 200°C
Mikill metnaður í snittugerð hjá Royalistum
Glæsilegt veisluborð
Elísabet drottning ekki langt undan

Sagan á bak við terturnar – Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir (móðir Heiðrúnar) segir frá:

Sans Rival tertan er upphaflega frá Frakklandi og er byggð á tertu sem nefnist Gateau Dacquoise með heslihnetum, möndlum og súkkulaðikremi. Nú er Sans Rival oftast kennd við Filippseyjar en bakarar þaðan fluttu þessa uppskrift með sér til heimkynnanna á árunum 1920-30 eða jafnvel fyrr. Filippínska útgáfan er gerð með kasjúhnetum og er krem og smátt skornar kasjúhnetur á milli botnanna og upp hliðaunum en sú franska með hnetum og möndlum. Oftast eru botnarnir bakaði eins og marengs og eru þykkari (stærri uppskriftir)
Sans Rival tertuppskriftin okkar er frá Danmörku og einnig Junior tertan sem er afbrigði af Gateau Dacquoise.
Uppskriftina fékk mamma 1962 hjá frænku minni Ingu Ágústsdóttur en við bjuggum á sömu hæð (risinu) á Barónsstíg 43 í Reykjavík. Í íbúðinni sem við bjuggum höfðu áður búið foreldrar Bubba Morthens með börnin og mamma (Grethe Skotte Morthens) hans var dönsk. Uppskiftin er komin frá þessari fjölskyldu til Ingu frænku. Sagan segir að móðurafi Bubba hafi verið bakari í Danmörku og uppskriftin frá honum.

Terturnar fyrst bakaðar í fjölskyldunni okkar

Þegar ég fermdíst í kapellunni (nú Hallgrímskirkju) 1. apríl 1962 þá bakaði móðir mín þessa tertu í fyrsta sinn (hún gerði prufubakstur fyrir ferminguna til að vera viss um að geta þetta, því Inga frænka sagði að þessa tertu bökuðu aðeins snillingar!).

Þegar frumburðinn Stefán Haukur Tryggvason var skírður á Hvítasunnu 1965 af séra Sveini Víkingi í Kópavogi þá bakaði mamma þessa köku í annað sinn.

Hún tók sig einnig til og bakaði aðra sambærilega tertu sem hún fann í dönsku blaði (Femina eða Alt for damerne) sem hún kallaði Junior tertu því Stefán var skírður í höfuðið á pabba.

Þegar Jakob Ólafur var skírður í desember 1967 á Ísafirði af séra Sigurði Kristjánssyni (föður Agnesar biskups) þá bakaði ég þessar tertur og hef gert næstum allar skírnir, fermingar og brúðkaup síðan. Einnig hef ég bakað þessar tertur fyrir vini og vandamenn. Sat gjarnan með freðna tertu í fanginu í flugi til Reykjavíkur á leið í veislu hjá ættingum (aðallega Bínu frænku).

Er ég nokkuð ánægð með mig og þykir nokkuð gott að hafa haft kjark til að baka þessar tertur því ég var aðeins 19 ára þegar Jakob var skírður. Sýnir að þegar maður er ungur er maður óhræddur!
Fáir hafa treyst sér til að baka þessar tertur nema Stefán Haukur (sem þá var að vinna í Gamla bakaríinu) og gerði aðeins þetta eina sinn.

Uppskriftin hefur farið víða og ný síðast til barnabarns sem bundar eru miklar vonir við því Bryndís Bára er að hefja nám sem í Georg Brown College Centre for Hospitality and Culinary Arts sem Pastry Chef.

Í raun og veru er ekkert mál að baka þessar tertur – smá skipulag og smyrja vel.
Fyrst setti ég botnana á smurðan og hveitistráðan smjörpappír og það var heljarinnar vesen að plokka pappírinn af. Nú smyr ég gljándi hlutann á álpappír og strái hveiti yfir. Baka og hvolfi svo kökunni á rist, Set næstu kökur í ofninn og fer svo og tek álpappírinn af. Muna að snúa kökunni strax á eftir.
Bon Appetit!

 

👑 

ROYALÍSAFJÖRÐURDANMÖRKHNÍFSDALURDROTTNINGARGENGILBEINUR

— ROYALISTAR Á ÍSAFIRÐI —

👑 🇩🇰 👑 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.