Paella fyrir Sætabrauðsdrengi

Paella fyrir Sætabrauðsdrengi Hamrar Ísafjörður Hæstikaupstaður Sætabrauðsdrengirnir: Halldór smárason , Viðar, Bergþór pállson Gissur Páll og Hlöðver
Sætabrauðsdrengirnir: Halldór, Viðar, Bergþór, Gissur Páll og Hlöðver

Paella fyrir Sætabrauðsdrengi

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er einstaklega gaman að gefa Sætabrauðsdrengjunum að borða. Eftir vel heppnaða tónleika piltanna ærslafullu var boðið upp á paellu sem þeir gerðu góð skil.

PAELLASÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSPÁNN

.

SætabrauðsdrengjaPaella

Paella fyrir Sætabrauðsdrengi

1 laukur smátt skorinn
2 dl ólífuolía
saffran
1 rauð lítil paprika söxuð gróft
4-5 hvítlauksrif
500 g risottohrísgrjón
250 ml vatn
Einn kjúklingur, eldaður, úrbeinaður og skorinn í bita
100 g surimi
12-15 risarækjur
1 b – grænar baunir (ekki niðursoðnar heldur frystar)
3 tómatar, saxaðir gróft
salt og pipar
chorizo pylsur
sítróna og steinselja til skrauts

Saxið lauk og léttsteikið í olíunni. Bætið við saffran, papriku, hvítlauk og hrísgrjónum. Látið grjónin veltast á pönnu áður en vatninu er bætt við smátt og smátt. Hrærið reglulega í (tekur amk 20 mín) Bætið við kjúklingi, surimi, baunum, salti og pipar og blandið vel saman. Bætið við vatni eftir þörfum. Skerið pylsunar í bita og bætið við. Raðið rækjum og surimi yfir og skreytið með steinselju og sítrónu.

Campo Viejo Crianza passar vel með paellu
Troðfullt í Hömrum á Ísafirði og gríðarleg stemning

.

PAELLASÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSPÁNN

— PAELLA FYRIR SÆTABRAUÐSDRENGI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.