Espegard pottjárnspottur – gæðapottur

Espegard pottjárnspottur - gæðapottur muurikka góður pottur vandaður
Espegard pottjárnspottur – gæðapottur

Með ánægju deili ég með ykkur að nýjasta eldhúsgræjan er Espegard 6 lítra pottjárnspottur, 28 cm í þvermál.

ESPEGARD POTTJÁRNSPOTTARMUURIKKA

Pottarnir eru úr gegnheilu steypujárni og húðaðir (emeleraðir) að utan og innan, sem tryggir endingu þeirra og gæði. Pottarnir eru til rauðir og svartir, ytra byrðið er með gljáandi emeleringu, í öðrum hvorum litnum, en innra byrðið er svart og matt. Matta emeleringin verndar innra byrðið gegn ryði og bætir eldunareiginleika. Þar sem pottarnir er úr gegnheilu járni mega þeir einnig fara inn í ofn og henta öllum gerðum ofna og eldavéla

Þrusupottur frá Espegard – meira HÉR

.

Espegard pottjárnspottur - gæðapottur muurikka góður pottur vandaður
Espegard pottjárnspottur – gæðapottur. Færslan er unnin í samvinnu við muurikka.is

🍽

ESPEGARD POTTJÁRNSPOTTAR

🍽

Auglýsing

Meira úr sama flokki

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja. Við brugðum undir okkur betri fætinum og töluðum um borðsiði og fleira við eldhressar kvenfélagskonur í Gnúpverjahreppi. Þær slógu upp alveg stórfínu veisluborði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund, skemmtilegar, hláturmildar konur og súpergóðar veitingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

SaveSave

Hvernig á að undirbúa sig fyrir mesta smákökuát allra tíma?

Í dag tók ég þátt í að velja bestu smákökurnar í smákökusamkeppni Kornax. Það var sem sagt megasykursukk eftir hádegið. Allt tókst þetta nú vel en álagið fyrir sykurlítinn líkama er þónokkuð. Til að undirbúa mig sem best skrifaði ég Betu næringarfræðingi og fékk hjá henni ráð eins og sjá má hér í viðhengi

Sveskjuterta – krydduð og gómsæt

Sveskjuterta

Sveskjuterta. Dagurinn var tekinn snemma og bökuð sveskjuterta. Sumum finnst sveskjur lítið spennandi, þær hafa lengi vel haft á sér stimpilinn "góðar fyrir hægðirnar" og svo ekkert annað...

Vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar

Fimm vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar.  Heitir réttir í ofni eru klassískir og allaf jafn vinsælir. Hér eru fimm mest skoðuðu brauðréttirnir á alberteldar, bæði heitir og kaldir. Njótið vel