Kurteisi – gleymd dyggð?

Kurteisi - gleymd dyggð? vísir 1966 r. k. tímarit.is
Kurteisi – gleymd dyggð? Vísir apríl 1966

Kurteisi – gleymd dyggð?

Maður gæti næstum haldið, að kurteisi sé að verða gleymd dyggð þorra fólks, einkum unga fólksins, sem að því er virðist hefir skort leiðbeiningar í uppeldi sínu um almenna kurteisi.
Á ég hér ekki við unglingaskríl, sem gengur æpandi um götur og hegðar sér yfirleitt illa, það væri kapituli fyrir sig, að taka slíkt til meðferðar, heldur ungt fólk við afgreiðslu í búðum t.d., skrifstofum og jafnvel bönkum. Er það í rauninni engin furða, að öllum þessum stofnunum finnist innan um ókurteist fólk, þar sem það kemur víst flest lítt þjálfað í umgengni í stofnanirnar. Þó veit ég, að margar stofnanir leggja áherzlu á, að brýna kurteisi fyrir starfsfólkinu, en það eitt dugar ekki, þess er áræðanlega mikil þörf, að því sé sinnt meira og betur, að þjálfa allt afgreiðslufólk til starfa.
Taka vil ég fram, að margt afgreiðslufólk er vel kurteist – en það verður að gera þær kröfur að allt afgreiðslufólk fullnægi sömu kröfum og erlendis eru gerðar til fólks sömu stétta.

Það eru tvær hliðar á hverju máli. Hinu má ekki heldur gleyma. Og hún er sú, að sá, sem ekki er kurteis sjálfur, hefir engan rétt til að krefjast kurteisi af öðrum. Og tekið hefi ég eftir að kurteist fólk mætir jafnan kurteisara viðmóti en ókurteist og mættu þeir hafa það í huga sem vekja andúð með merkilegheitum og rembingi. R. K.

Vísir 29. apríl 1966

KURTEISI/BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐ

.

— KURTEISI – GLEYMD DYGGÐ ?

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.